Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan 19. nóvember 2010 07:15 Edvard G. Guðnason hélt erindi um sæstrenginn á fundi Landsvirkjunar, Innovit og Háskólans í Reykjavík í gær um nýsköpun í orkugeiranum.fréttablaðið/stefán Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í meginatriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megingrundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsaumasæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsanlegt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austurströnd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 megavött og er framkvæmdartími áætlaður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gígavattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira