Ísland og Japan þróa samstarf í orkumálum og hátækni 19. nóvember 2010 11:49 Á fundum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með ráðherrum utanríkis-, efnahags- og iðnaðarráðherra Japans og forstjórum Mitsubishi Heavy Industries og japanskra fjárfestingasjóða, var ákveðið að þróa samstarf milli íslenskra og japanskra aðila í orkumálum og grænni hátækni. Í tilkynningu segir að Akihiro Ohata, ráðherra efnahagsmála, iðnaðar og viðskipta, lagði áherslu á það á fundi með utanríkisráðherra að Íslendingar og Japanir myndu vinna saman að verkefnum í jarðhita í Japan, Íslandi og þróunarríkjum. Ráðherrann er jafnframt því að vera einn valdamesti stjórnmálamaður í Japan formaður þingamannavinasambands Japans og Íslands í japanska þinginu, "Diet". Ohata lýsti vilja til þess að samstarf yrði eflt enn frekar um framkvæmdir á Íslandi með þátttöku fyrirtækja og fjárfesta frá Japan. Hann lýsti eindregnum áhuga á að íslensk og japönsk fyrirtæki tækju saman höndum í þriðju ríkjum, t.d. í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku eða Indónesíu við nýtingu jarðhita. Íslensk og japönsk fyrirtæki eru þegar starfandi á þessum svæðum. Utanríkisráðherra útskýrði að með slíku samstarfi þar sem Íslendingar legðu til þekkingu á jarðhita og tengslanet Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og Japanir kæmu með tækniþekkingu, fjármagn og túrbínur, væri hægt að lyfta þjóðum upp úr orkufátækt og minnka um leið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Japönsk stjórnvöld hafa þegar heitið háum fjárhæðum til umhverfisvænna fjárfestinga í þróunarlöndum. Á 300 manna ráðstefnu sem sendiráð Íslands í Tókíó stóð fyrir í samstarfi við japönsk stjórnvöld, fyrirtæki og fjárfestingasjóði um nýtingu jarðhita kom fram sú tillaga af hálfu japanskra aðila að íslensk verkfræðifyrirtæki könnuðu grundvöll að því að leggja hitaveitu með Japönum í borginni Aomori í norðurhluta Japans. Eftir ráðstefnuna áttu svo íslensku fyrirtækin fundi með japönskum orku-, verkfræði- og fjárfestingarfyrirtækjum. Í mörgum tilfellum komu skýrar óskir frá japönsku fyrirtækjunum um samstarf við þróun jarðvarmaverkefna í þróunarríkjum, þ.s. þau japönsku myndu kaupa þjónustu af þeim íslensku. Í ferð utanríkisráðherra voru ræddir möguleikar á frekari verkefnum Mitsubishi Heavy Industries á Íslandi en fyrirtækið hefur um árabil selt túrbínur í íslenskar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Á vinnufundi ráðherra með Hideaki Omiya forstjóra Mitsubishi og Ichiko Fukue aðstoðarforstjóra, voru meðal annars ræddar hugmyndir um rafbílavæðingu íslenska bílaflotans, framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti úr útblæstri af verksmiðjum og hugmynd forystumanna Mitsubishi um hvort fýsilegt væri að þróa rafhlöðuknúnar lestir á Íslandi, til dæmis milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Utanríkisráðherra færði Japönum formlega þakkir íslenskra stjórnvalda fyrir stuðning þeirra við áætlun AGS en forsætisráðherra Japans var sá fyrsti sem hét auknum fjármunum til AGS til að taka á vanda Íslendinga haustið 2008. Þetta gerði ráðherra m.a. á fundi með Seiji Maehara utanríkisráðherra Japans og Yakuta Banno varautanríkisráðherra þar sem farið var yfir samskipti þjóðanna, samstöðu á alþjóðavettvangi, stöðuna í samskiptum Japana og Kínverja og Japana og Rússa, og samninga sem æskilegt væri að koma á fót milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði meðal annars áherslu á að gerður yrði loftferðasamningur milli ríkjanna til að auka ferðamannafjölda. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Á fundum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með ráðherrum utanríkis-, efnahags- og iðnaðarráðherra Japans og forstjórum Mitsubishi Heavy Industries og japanskra fjárfestingasjóða, var ákveðið að þróa samstarf milli íslenskra og japanskra aðila í orkumálum og grænni hátækni. Í tilkynningu segir að Akihiro Ohata, ráðherra efnahagsmála, iðnaðar og viðskipta, lagði áherslu á það á fundi með utanríkisráðherra að Íslendingar og Japanir myndu vinna saman að verkefnum í jarðhita í Japan, Íslandi og þróunarríkjum. Ráðherrann er jafnframt því að vera einn valdamesti stjórnmálamaður í Japan formaður þingamannavinasambands Japans og Íslands í japanska þinginu, "Diet". Ohata lýsti vilja til þess að samstarf yrði eflt enn frekar um framkvæmdir á Íslandi með þátttöku fyrirtækja og fjárfesta frá Japan. Hann lýsti eindregnum áhuga á að íslensk og japönsk fyrirtæki tækju saman höndum í þriðju ríkjum, t.d. í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku eða Indónesíu við nýtingu jarðhita. Íslensk og japönsk fyrirtæki eru þegar starfandi á þessum svæðum. Utanríkisráðherra útskýrði að með slíku samstarfi þar sem Íslendingar legðu til þekkingu á jarðhita og tengslanet Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og Japanir kæmu með tækniþekkingu, fjármagn og túrbínur, væri hægt að lyfta þjóðum upp úr orkufátækt og minnka um leið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Japönsk stjórnvöld hafa þegar heitið háum fjárhæðum til umhverfisvænna fjárfestinga í þróunarlöndum. Á 300 manna ráðstefnu sem sendiráð Íslands í Tókíó stóð fyrir í samstarfi við japönsk stjórnvöld, fyrirtæki og fjárfestingasjóði um nýtingu jarðhita kom fram sú tillaga af hálfu japanskra aðila að íslensk verkfræðifyrirtæki könnuðu grundvöll að því að leggja hitaveitu með Japönum í borginni Aomori í norðurhluta Japans. Eftir ráðstefnuna áttu svo íslensku fyrirtækin fundi með japönskum orku-, verkfræði- og fjárfestingarfyrirtækjum. Í mörgum tilfellum komu skýrar óskir frá japönsku fyrirtækjunum um samstarf við þróun jarðvarmaverkefna í þróunarríkjum, þ.s. þau japönsku myndu kaupa þjónustu af þeim íslensku. Í ferð utanríkisráðherra voru ræddir möguleikar á frekari verkefnum Mitsubishi Heavy Industries á Íslandi en fyrirtækið hefur um árabil selt túrbínur í íslenskar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Á vinnufundi ráðherra með Hideaki Omiya forstjóra Mitsubishi og Ichiko Fukue aðstoðarforstjóra, voru meðal annars ræddar hugmyndir um rafbílavæðingu íslenska bílaflotans, framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti úr útblæstri af verksmiðjum og hugmynd forystumanna Mitsubishi um hvort fýsilegt væri að þróa rafhlöðuknúnar lestir á Íslandi, til dæmis milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Utanríkisráðherra færði Japönum formlega þakkir íslenskra stjórnvalda fyrir stuðning þeirra við áætlun AGS en forsætisráðherra Japans var sá fyrsti sem hét auknum fjármunum til AGS til að taka á vanda Íslendinga haustið 2008. Þetta gerði ráðherra m.a. á fundi með Seiji Maehara utanríkisráðherra Japans og Yakuta Banno varautanríkisráðherra þar sem farið var yfir samskipti þjóðanna, samstöðu á alþjóðavettvangi, stöðuna í samskiptum Japana og Kínverja og Japana og Rússa, og samninga sem æskilegt væri að koma á fót milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði meðal annars áherslu á að gerður yrði loftferðasamningur milli ríkjanna til að auka ferðamannafjölda.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira