Viðskipti innlent

Nýir fjárfestar koma í Ölgerðina

Ölgerðin Nýir fjárfestar komu inn í hluthafahóp Ölgerðarinnar við fjárhagslega endurskipulagningu. Fréttablaðið/valli
Ölgerðin Nýir fjárfestar komu inn í hluthafahóp Ölgerðarinnar við fjárhagslega endurskipulagningu. Fréttablaðið/valli

„Það var mjög gott að klára þetta til að eyða allri óvissu og geta horft fram á við,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, en fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, sem staðið hefur yfir frá í fyrra, er lokið.

Við þetta eignast fagfjárfestingasjóðurinn Auður 1, sem heyrir undir Auði Capital, 36 prósenta hlut ásamt meðfjárfestum og Arion banki

fimmtungshlut ásamt því að taka yfir fasteignafélagið G7 sem hýsir starfsemi Ölgerðarinnar. Eignahlutur Andra Þórs, Októs Einarssonar, stjórnarformanns Ölgerðarinnar, og fjögurra framkvæmdastjóra fer úr hundrað prósentum í 44.

Ölgerðin og dótturfélög skulduðu rúma fimmtán milljarða króna á þarsíðasta rekstrarári, sem lauk í enda febrúar í fyrra. Þar inni í voru skuldir fasteignafélagsins G7 upp á 4,6 milljarða. Með nýju hlutafé og breytingu á erlendum lánum í krónur lækka skuldir um helming.

Andri bendir á að þrátt fyrir að gengishrunið hafi gert félaginu erfitt fyrir og eiginfjárstaðan orðið neikvæð hafi reksturinn skilað góðum tekjum og félagið aldrei lent í vanskilum. „Við vorum aldrei á gjörgæslu,“ segir hann. - jab





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×