Viðskipti innlent

Fjöldauppsagnir framundan á uppsjávarskipunum

Gissur Sigurðsson skrifar

Svo kann að fara að nokkur hundruð undirmönnum á svo nefndum uppsjávarskipum verði sagt upp á næstunni, þar sem margt bendir til að þau verði verkefnalaus alveg fram á næsta sumar.

Með uppsjávarskipum er átt við skip sem veiða kolmunna, loðnu, síld og makríl. Skipin sem hafa verið að veiða úr Norsk- íslenska síldarstofninum till vinnslu í landi, eru nú um það bil búin með kvóta sína, og það verða aðeins sjö verksmiðjuskip á þeim veiðum eitthvað lengur.

Dvínandi vonir eru um aukningu á kvóta úr íslensku sumargotssíldinni, en hann er aðeins 15 þúsund núna, samanborið við 50 þúsund tonn í fyrrahaust.

Kolmunnakvótinn hefur verið skorinn niður um 90 prósent, þannig að örfá skip geta klárað hann á skömmum tíma, engar vísbendingar eru enn um að loðnuveiðar verði í vetur, og makríllilnn gengur ekki hingað aftur fyrr en næsta sumar, eða um svipað leiti og Norsk íslenska síldin kemur aftur.

Um það bil 30 skipð stunda uppsjávarveiðar utan verksmiðjuskipanna, þannig að verkefnaleysi blasir við þeim og áhöfnum þeirra í rúmlega hálft ár og gætu uppsangir því vofað yfir, einkum í röðum undirmanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×