Icelandic Group hefur vottunarferli í þorsk- og ýsuveiðum 26. október 2010 17:27 Icelandic Group hefur hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að MSC - staðallinn sé sá víðtækasti og virtasti í heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar sem byggja á vísindalegri ráðgjöf. Þá segir að markmiðið sé að íslenskur sjávarútvegur fái þá viðurkenningu sem hann verðskuldar á sviði sjálfbærni og tryggja greiðan aðgang fyrir íslenskt sjávarfang að heimsmarkaði svo íslenskur sjávarútvegur njóti þar sömu tækifæra. Í tilkynningunni segir einnig að um 65% af ýsuafla landsins sé fluttur út til Bretlands, á meðan 16% þorskafla landsins sé fluttur til Bretlands og 12% til Spánar. „Umfang vottunar mun ná yfir heildarafla Íslendinga á þorsk og ýsu innan 200 mílna efnahagslögsögu og allar tegundir veiðarfæra. Vottunin er gerð af faggiltum þriðja aðila og hefur Den Norske Veritas (DNV) verið valið til verksins. Þegar búið verður að innleiða MSC-staðalinn mun heildarafli Íslendinga í þorsk og ýsu, þ.e. 160.000 tonn af þorski og 50.000 tonn af ýsu, fá vottun um að uppruni hans sé frá sjálfsbærum fiskstofni." Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningunni að Icelandic Group sé eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims og það hafi staðgóða þekkingu á mikilvægi þess að vörumerki sýni neytendum fram á sjálfbæra framleiðslu. „MSC vottunarferlið er mikilvægt skref í frekari fjárfestingum Icelandic Group í íslenskum sjávarútvegi, en félagið kaupir og markaðssetur 35% af öllum afla sem veiðist við Íslandsstrendur á ári hverju. Það er því mikið ánægjuefni að félagið geti haft forystu um að innleiða slíkt vottunarferli fyrir hönd Íslendinga," segir Ingvar. Rupert Howes, forstjóri MSC segir að ákvörðun fyrirtækisins að innleiða vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Íslandsstrendur sé sögulega mikilvægt og það myni setja markt sitt á flest sem viðkemur veiðum, vinnslu og sölu á bolfiski á Íslandi. „Icelandic Group er leiðandi útflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og brautryðjendastarf þeirra með MSC-vottun mun hafa mikil áhrif á helstu mörkuðum þess og hjá kaupendum. Ég er fullviss um að verslanir og veitingastaðir þar munu fylgjast af áhuga með vottunarferlinu og vænta árangurs af því. Íslendingar eiga langa sögu af þorsk- og ýsuveiðum sem þeir geta verið stoltir af og við vonumst til að eiga traust samstarf um þessa vottun," segir Rupert. „Með því að innleiða MSC vottunarferlið á Íslandi, er Icelandic Group að styrkja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi og laga sig að strangari kröfum á markaði - kröfum kaupenda um að varan sé úr sjálfbært nýttum fiskstofni sem hefur hlotið MSC vottun af faggiltri vottunarstofu. Að sama skapi geta kaupendur á íslensku sjávarfangi komið þessum skilaboðum áleiðis til neytenda, í verslunum eða veitingahúsum, sem í auknu mæli eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fiskveiðar séu sjálfbærar og treysta á MSC vottunarmerkið. Icelandic Group er nú þegar aðili að íslenskum staðli um ábyrga fiskveiðistjórnun (e.Icelandic Responsible Fisheries (IRF) scheme) en staðlarnir tveir styðja við hvorn annan á alþjóðlegum mörkuðum með sjávarfang," segir ennfremur í tilkynningunni. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Icelandic Group hefur hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarstaðli Marine Stewardship Council (MSC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að MSC - staðallinn sé sá víðtækasti og virtasti í heiminum yfir sjálfbærar fiskveiðar sem byggja á vísindalegri ráðgjöf. Þá segir að markmiðið sé að íslenskur sjávarútvegur fái þá viðurkenningu sem hann verðskuldar á sviði sjálfbærni og tryggja greiðan aðgang fyrir íslenskt sjávarfang að heimsmarkaði svo íslenskur sjávarútvegur njóti þar sömu tækifæra. Í tilkynningunni segir einnig að um 65% af ýsuafla landsins sé fluttur út til Bretlands, á meðan 16% þorskafla landsins sé fluttur til Bretlands og 12% til Spánar. „Umfang vottunar mun ná yfir heildarafla Íslendinga á þorsk og ýsu innan 200 mílna efnahagslögsögu og allar tegundir veiðarfæra. Vottunin er gerð af faggiltum þriðja aðila og hefur Den Norske Veritas (DNV) verið valið til verksins. Þegar búið verður að innleiða MSC-staðalinn mun heildarafli Íslendinga í þorsk og ýsu, þ.e. 160.000 tonn af þorski og 50.000 tonn af ýsu, fá vottun um að uppruni hans sé frá sjálfsbærum fiskstofni." Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningunni að Icelandic Group sé eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims og það hafi staðgóða þekkingu á mikilvægi þess að vörumerki sýni neytendum fram á sjálfbæra framleiðslu. „MSC vottunarferlið er mikilvægt skref í frekari fjárfestingum Icelandic Group í íslenskum sjávarútvegi, en félagið kaupir og markaðssetur 35% af öllum afla sem veiðist við Íslandsstrendur á ári hverju. Það er því mikið ánægjuefni að félagið geti haft forystu um að innleiða slíkt vottunarferli fyrir hönd Íslendinga," segir Ingvar. Rupert Howes, forstjóri MSC segir að ákvörðun fyrirtækisins að innleiða vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Íslandsstrendur sé sögulega mikilvægt og það myni setja markt sitt á flest sem viðkemur veiðum, vinnslu og sölu á bolfiski á Íslandi. „Icelandic Group er leiðandi útflutningsfyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og brautryðjendastarf þeirra með MSC-vottun mun hafa mikil áhrif á helstu mörkuðum þess og hjá kaupendum. Ég er fullviss um að verslanir og veitingastaðir þar munu fylgjast af áhuga með vottunarferlinu og vænta árangurs af því. Íslendingar eiga langa sögu af þorsk- og ýsuveiðum sem þeir geta verið stoltir af og við vonumst til að eiga traust samstarf um þessa vottun," segir Rupert. „Með því að innleiða MSC vottunarferlið á Íslandi, er Icelandic Group að styrkja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi og laga sig að strangari kröfum á markaði - kröfum kaupenda um að varan sé úr sjálfbært nýttum fiskstofni sem hefur hlotið MSC vottun af faggiltri vottunarstofu. Að sama skapi geta kaupendur á íslensku sjávarfangi komið þessum skilaboðum áleiðis til neytenda, í verslunum eða veitingahúsum, sem í auknu mæli eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fiskveiðar séu sjálfbærar og treysta á MSC vottunarmerkið. Icelandic Group er nú þegar aðili að íslenskum staðli um ábyrga fiskveiðistjórnun (e.Icelandic Responsible Fisheries (IRF) scheme) en staðlarnir tveir styðja við hvorn annan á alþjóðlegum mörkuðum með sjávarfang," segir ennfremur í tilkynningunni.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira