Smábátasjómenn kanna stofnun eigin lífeyrissjóðs 25. október 2010 09:13 Landssamband smábátasjómanna (LS) hefur falið framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna. Þetta var samþykkt á aðalfundi LS fyrir helgina en mikil óánægja kom fram gagnvart lífeyrissjóðnum Gildi sem félagsmenn LS hafa hingað til greitt í. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS skýrði frá fundi stjórnar LS þar sem mikil og þung umræða hefði farið fram um afkomu Gildis lífeyrissjóðs. Stjórnin hefði lýst áhyggjum sínum yfir stöðu sjóðsins. Örn segir að við skoðun á ársreikningum Gildis lífeyrissjóðs fyrir árin 2008 og 2009 gæti svo farið að eignir sjóðsins rýrni um alls 70 milljarða ef ekkert innheimtist sem gerð væri krafa til, það jafngildir iðgjöldum sjóðfélaga í tvo áratugi. Framkvæmdastjóri lýsti upplifun sinni á aðalfundi Gildis þar sem hann hefði ekki greint gagnrýna hugsun hjá þáverandi stjórnarformanni sjóðsins Vilhjálmi Egilssyni um að stjórn sjóðsins hefði ekki staðið sig nægjanlega vel. „ Þá upplifði ég heldur ekki að stjórn sjóðsins hefði áhuga á að gera ársfundi opnari, þ.e. að allir sjóðfélagar hefðu atkvæðisrétt. Það var í sjálfu sér ömurleg tilfinning að sitja fundinn bæði sem sjóðfélagi og fulltrúi hundruða sjóðfélaga og hafa ekki atkvæðisrétt," segir Örn Pálsson í innleggi sínu til aðalfundar LS en fjallað er um málið á vefsíðu sambandsins. Í ræðu sinni sagðist Örn hafa upplýst stjórn LS um spurningar frá sér á ársfundi Gildis og svörum sjóðsins. Hann vék sérstaklega að einum þætti þess málefnis: „Hver er skýring þess að Gildi lífeyrissjóður lánaði Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að upphæð 3,69 milljarðar? Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til grundvallar ákvörðuninni. Hvað gekk mönnum til? Svar sjóðsins var eftirfarandi: „Í mars 2008 keypti Gildi breytanlegt/víkjandi skuldabréf af Glitni banka fyrir 3 milljarða króna. Stjórn sjóðsins, framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringar tóku ákvörðun um kaupin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir um stöðu bankans. Sjóðurinn telur nú í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið eftir fall bankans að stjórnendur hans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðuna. Sjóðurinn rekur nú dómsmál til að fá skuldabréf þetta metið sem almenna kröfu í þrotabú bankans. Einnig verður skoðað hvort höfðað verður skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans." Örn segir að hér séu menn með allt niðrum sig, alvarleg mistök hafa verið gerð, kallað er eftir ábyrgð stjórnarinnar. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Landssamband smábátasjómanna (LS) hefur falið framkvæmdastjóra sínum að kanna kosti þess og galla að stofna lífeyrissjóð smábátasjómanna. Þetta var samþykkt á aðalfundi LS fyrir helgina en mikil óánægja kom fram gagnvart lífeyrissjóðnum Gildi sem félagsmenn LS hafa hingað til greitt í. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS skýrði frá fundi stjórnar LS þar sem mikil og þung umræða hefði farið fram um afkomu Gildis lífeyrissjóðs. Stjórnin hefði lýst áhyggjum sínum yfir stöðu sjóðsins. Örn segir að við skoðun á ársreikningum Gildis lífeyrissjóðs fyrir árin 2008 og 2009 gæti svo farið að eignir sjóðsins rýrni um alls 70 milljarða ef ekkert innheimtist sem gerð væri krafa til, það jafngildir iðgjöldum sjóðfélaga í tvo áratugi. Framkvæmdastjóri lýsti upplifun sinni á aðalfundi Gildis þar sem hann hefði ekki greint gagnrýna hugsun hjá þáverandi stjórnarformanni sjóðsins Vilhjálmi Egilssyni um að stjórn sjóðsins hefði ekki staðið sig nægjanlega vel. „ Þá upplifði ég heldur ekki að stjórn sjóðsins hefði áhuga á að gera ársfundi opnari, þ.e. að allir sjóðfélagar hefðu atkvæðisrétt. Það var í sjálfu sér ömurleg tilfinning að sitja fundinn bæði sem sjóðfélagi og fulltrúi hundruða sjóðfélaga og hafa ekki atkvæðisrétt," segir Örn Pálsson í innleggi sínu til aðalfundar LS en fjallað er um málið á vefsíðu sambandsins. Í ræðu sinni sagðist Örn hafa upplýst stjórn LS um spurningar frá sér á ársfundi Gildis og svörum sjóðsins. Hann vék sérstaklega að einum þætti þess málefnis: „Hver er skýring þess að Gildi lífeyrissjóður lánaði Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að upphæð 3,69 milljarðar? Hver eða hverjir tóku ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til grundvallar ákvörðuninni. Hvað gekk mönnum til? Svar sjóðsins var eftirfarandi: „Í mars 2008 keypti Gildi breytanlegt/víkjandi skuldabréf af Glitni banka fyrir 3 milljarða króna. Stjórn sjóðsins, framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignastýringar tóku ákvörðun um kaupin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir um stöðu bankans. Sjóðurinn telur nú í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið eftir fall bankans að stjórnendur hans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðuna. Sjóðurinn rekur nú dómsmál til að fá skuldabréf þetta metið sem almenna kröfu í þrotabú bankans. Einnig verður skoðað hvort höfðað verður skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans." Örn segir að hér séu menn með allt niðrum sig, alvarleg mistök hafa verið gerð, kallað er eftir ábyrgð stjórnarinnar.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira