SA: Fyrirtækjum gert auðveldara að afla verkefna erlendis 26. október 2010 10:31 Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að fyrirtækjum í verktakagreininni og starfsmönnum þeirra verði gert auðveldara að afla sér verkefna erlendis. Þetta sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verkefnaskort og atvinnuleysi meðal verktaka og að greinin leggist ekki af í bókstaflegri merkingu. Síðastliðin tvö ár hefur nær algjört hrun orðið í verktakagreininni. Starfsmönnum hefur þannig fækkað um 50% til 60%. Fjallað er um málið á vefsíðu SA. Þar segir að á erlendum vettvangi keppa fyrirtækin við starfsmenn fyrirtækja með heimilisfesti í ríkjum sem flest hver hafa sett lög sem við uppgjör tekjuskatts leyfa að innlendur skattur af erlendu tekjunum sé dregin frá heildarskattinum. Með öðrum orðum þá greiðir starfsmaðurinn ekki tekjuskatt í heimalandinu af erlendu tekjunum en á móti eru launin oftast lægri erlendis þar sem um er að ræða lönd utan Evrópu og N-Ameríku. Fyrir vikið geta fyrirtækin tryggt að starfsmenn fái ekki lægri útborguð laun en áður sem eykur samkeppnishæfni þeirra. Allir hagnast á þessu fyrirkomulagi; starfsmaðurinn eykur tekjur sínar, fyrirtækið verður samkeppnisfært með eigin starfsmenn og ríkið sparar bótagreiðslur. Hér á landi er slíkur frádráttur ekki leyfður. Þetta veldur fyrirtækjunum erfiðleikum vegna þess að þau vildu auðvitað frekar eiga kost á að bjóða starfsfólki áframhaldandi starf. Til að komast inn í þetta kerfi eru starfsmennirnir því oft nauðbeygðir að bregða búi og flytja erlendis sem í mörgum tilvikum er ógerlegt þegar um fjölskyldumenn er að ræða. Því er lagt til í lög um tekjuskatt verði tekin inn sambærileg ákvæði og gilda á Norðurlöndunum um skattaívilnun fyrir menn sem starfa að verkefnum erlendis í sex mánuði eða lengur. Ákvæðinu er ætlað að hvetja menn og fyrirtæki til að leita sér verkefna erlendis án þess að eiga tvísköttun á hættu. Þetta myndi tvímælalaust auðvelda íslenskum fyrirtækjum sem taka að sér framkvæmdir erlendis að hafa með sér Íslendinga að heiman og stuðla að fækkun byggingamanna á atvinnuleysisskrá. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að fyrirtækjum í verktakagreininni og starfsmönnum þeirra verði gert auðveldara að afla sér verkefna erlendis. Þetta sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verkefnaskort og atvinnuleysi meðal verktaka og að greinin leggist ekki af í bókstaflegri merkingu. Síðastliðin tvö ár hefur nær algjört hrun orðið í verktakagreininni. Starfsmönnum hefur þannig fækkað um 50% til 60%. Fjallað er um málið á vefsíðu SA. Þar segir að á erlendum vettvangi keppa fyrirtækin við starfsmenn fyrirtækja með heimilisfesti í ríkjum sem flest hver hafa sett lög sem við uppgjör tekjuskatts leyfa að innlendur skattur af erlendu tekjunum sé dregin frá heildarskattinum. Með öðrum orðum þá greiðir starfsmaðurinn ekki tekjuskatt í heimalandinu af erlendu tekjunum en á móti eru launin oftast lægri erlendis þar sem um er að ræða lönd utan Evrópu og N-Ameríku. Fyrir vikið geta fyrirtækin tryggt að starfsmenn fái ekki lægri útborguð laun en áður sem eykur samkeppnishæfni þeirra. Allir hagnast á þessu fyrirkomulagi; starfsmaðurinn eykur tekjur sínar, fyrirtækið verður samkeppnisfært með eigin starfsmenn og ríkið sparar bótagreiðslur. Hér á landi er slíkur frádráttur ekki leyfður. Þetta veldur fyrirtækjunum erfiðleikum vegna þess að þau vildu auðvitað frekar eiga kost á að bjóða starfsfólki áframhaldandi starf. Til að komast inn í þetta kerfi eru starfsmennirnir því oft nauðbeygðir að bregða búi og flytja erlendis sem í mörgum tilvikum er ógerlegt þegar um fjölskyldumenn er að ræða. Því er lagt til í lög um tekjuskatt verði tekin inn sambærileg ákvæði og gilda á Norðurlöndunum um skattaívilnun fyrir menn sem starfa að verkefnum erlendis í sex mánuði eða lengur. Ákvæðinu er ætlað að hvetja menn og fyrirtæki til að leita sér verkefna erlendis án þess að eiga tvísköttun á hættu. Þetta myndi tvímælalaust auðvelda íslenskum fyrirtækjum sem taka að sér framkvæmdir erlendis að hafa með sér Íslendinga að heiman og stuðla að fækkun byggingamanna á atvinnuleysisskrá.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira