Hrintu ekki áætlun Heiðars Más í framkvæmd Sigríður Mogensen skrifar 25. október 2010 18:32 Björgólfur Thor Björgólfsson Félög Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru ekki nema að litlu leyti að ráðum Heiðars Más Guðjónssonar um að byggja upp skortstöður á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði árið 2006. Þetta fullyrðir talsmaður Novators. Heiðar Már Guðjónsson segir í minnisblaði sem hann kynnti fyrir bankaráði Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni í janúar 2006 að spennan í íslensku hagkerfi sé orðin gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg. Heiðar Már brýnir fyrir mönnum í minnisblaðinu að mikilvægt sé að leggja mat á það hvaða áhrif breytingar á mörkuðum geti haft á fyrirtæki tengd Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Skoða verði hvaða áhrif 45% lækkun hlutabréfa, 30-40% lækkun krónunnar og aukning verðbólgu í 10% geti haft á stöðu Landsbankans, Straums og Actavis. Í minnisblaðinu gefur hann sér að þessar breytingar muni eiga sér stað á næstu 12 mánuðum, það er að segja á milli áranna 2006 og 2007. Í minnisblaðinu fer Heiðar Már yfir stöðu þessara þriggja fyrirtækja og nefnir m.a. hvort Actavis sé jafnvel með óþarfa áhættu af íslensku krónunni. Heiðar Már segir að loka þurfi áhættu strax. Síðan þurfi að byggja upp skortstöður í þeim fyrirtækjum sem helst yrðu fyrir barðinu á ástandinu. Það séu bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur og fyrirtæki sem séu skuldsett og tengist Baugi. Heiðar Már leggur til þann 17. janúar 2006 að hlutabréf FL Group verði skortseld fyrir 5 milljarða, Dagsbrún fyrir 2-3 milljarða, Mosaic Fashions fyrir 1 milljarð, Kaupþing fyrir 10 milljarða og ISB (væntanlega Glitnir, innskot blaðamanns) fyrir 10 milljarða. Alls sé tekin 20 milljarða skortstaða í hlutabréfum sem gæti skilað 30% hagnaði eða hagnaði upp á 6 milljarða. Þá sé ráð að skortselja alþjóðleg skuldabréf sem tengist Kaupþingi, ISB , Baugi og FL Group. Búast megi við 1-2 milljarða hagnaði af því. Heiðar Már leggur jafnframt til að Straumur, Landsbankinn og Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, skortselji íslenskar krónur, hvert fyrirtæki fyrir sig sem samsvari 30-50 milljörðum. Búast megi við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljarða hagnaði. Heiðar Már segir í minnisblaðinu að í heild geti fyrirtæki Björgólfs Thors gert ráð fyrir ríflega 30 milljarða hagnaði af skortstöðum. Um væri að ræða hreinan hagnað. Heiðar Már segir að langmest hagnaðartækfæri séu í íslensku krónunni. Mikilvægt sé að tryggja að Actavis, Straumur og Landsbankinn skilji þá áhættu sem sé til staðar og minnki hana. Þá þurfi að tryggja að menn hlaupi ekki til og gefi viðskiptavinum sérmeðferð. Heiðar Már setur upp tímaáætlun fyrir aðgerðir sem þurfi að ráðast í. Þar segir að í fyrstu viku febrúar eigi Landsbankinn og Straumur að eyða viðskiptamannaáhættu með því að skortselja hlutabréf, skuldabréf og íslensku krónuna. Heiðar Már bjó til annað minnisblað í maí 2006. Þar segir hann að Landsbankinn eigi hvorki að verja sig, ná viðskiptavini sína fyrir gjaldeyrisáhættu og ekki eigi að draga úr útlánum bankans. Í seinna minnisblaðinu segir hann ennfremur að Novator taki skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna. Heiðar Már staðfesti í fréttum Stöðvar 2 í gær að Novator hafi tekið skortstöðu í krónunni fyrir 50 milljarða króna. Hann sagði að um væri að ræða gengisvarnir, en ekki stöðu gegn krónunni. Novator hafi verið að tryggja sig gegn gengisfalli. Eignir Novators hér á landi hafi verið tífalt meiri en það sem í minnisblaðinu er kallað skortstaða og hrein staða fyrirtækisins hafi verið með krónunni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, segir að fyrirtækið hafi ekki hrint í framkvæmd þeim áætlunum sem Heiðar Már lagði til varðandi skortsölu á íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Félög Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru ekki nema að litlu leyti að ráðum Heiðars Más Guðjónssonar um að byggja upp skortstöður á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði árið 2006. Þetta fullyrðir talsmaður Novators. Heiðar Már Guðjónsson segir í minnisblaði sem hann kynnti fyrir bankaráði Landsbankans og Björgólfi Thor Björgólfssyni í janúar 2006 að spennan í íslensku hagkerfi sé orðin gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg. Heiðar Már brýnir fyrir mönnum í minnisblaðinu að mikilvægt sé að leggja mat á það hvaða áhrif breytingar á mörkuðum geti haft á fyrirtæki tengd Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar. Skoða verði hvaða áhrif 45% lækkun hlutabréfa, 30-40% lækkun krónunnar og aukning verðbólgu í 10% geti haft á stöðu Landsbankans, Straums og Actavis. Í minnisblaðinu gefur hann sér að þessar breytingar muni eiga sér stað á næstu 12 mánuðum, það er að segja á milli áranna 2006 og 2007. Í minnisblaðinu fer Heiðar Már yfir stöðu þessara þriggja fyrirtækja og nefnir m.a. hvort Actavis sé jafnvel með óþarfa áhættu af íslensku krónunni. Heiðar Már segir að loka þurfi áhættu strax. Síðan þurfi að byggja upp skortstöður í þeim fyrirtækjum sem helst yrðu fyrir barðinu á ástandinu. Það séu bankar og fyrirtæki með umsvifamikinn fjármálarekstur og fyrirtæki sem séu skuldsett og tengist Baugi. Heiðar Már leggur til þann 17. janúar 2006 að hlutabréf FL Group verði skortseld fyrir 5 milljarða, Dagsbrún fyrir 2-3 milljarða, Mosaic Fashions fyrir 1 milljarð, Kaupþing fyrir 10 milljarða og ISB (væntanlega Glitnir, innskot blaðamanns) fyrir 10 milljarða. Alls sé tekin 20 milljarða skortstaða í hlutabréfum sem gæti skilað 30% hagnaði eða hagnaði upp á 6 milljarða. Þá sé ráð að skortselja alþjóðleg skuldabréf sem tengist Kaupþingi, ISB , Baugi og FL Group. Búast megi við 1-2 milljarða hagnaði af því. Heiðar Már leggur jafnframt til að Straumur, Landsbankinn og Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, skortselji íslenskar krónur, hvert fyrirtæki fyrir sig sem samsvari 30-50 milljörðum. Búast megi við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljarða hagnaði. Heiðar Már segir í minnisblaðinu að í heild geti fyrirtæki Björgólfs Thors gert ráð fyrir ríflega 30 milljarða hagnaði af skortstöðum. Um væri að ræða hreinan hagnað. Heiðar Már segir að langmest hagnaðartækfæri séu í íslensku krónunni. Mikilvægt sé að tryggja að Actavis, Straumur og Landsbankinn skilji þá áhættu sem sé til staðar og minnki hana. Þá þurfi að tryggja að menn hlaupi ekki til og gefi viðskiptavinum sérmeðferð. Heiðar Már setur upp tímaáætlun fyrir aðgerðir sem þurfi að ráðast í. Þar segir að í fyrstu viku febrúar eigi Landsbankinn og Straumur að eyða viðskiptamannaáhættu með því að skortselja hlutabréf, skuldabréf og íslensku krónuna. Heiðar Már bjó til annað minnisblað í maí 2006. Þar segir hann að Landsbankinn eigi hvorki að verja sig, ná viðskiptavini sína fyrir gjaldeyrisáhættu og ekki eigi að draga úr útlánum bankans. Í seinna minnisblaðinu segir hann ennfremur að Novator taki skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna. Heiðar Már staðfesti í fréttum Stöðvar 2 í gær að Novator hafi tekið skortstöðu í krónunni fyrir 50 milljarða króna. Hann sagði að um væri að ræða gengisvarnir, en ekki stöðu gegn krónunni. Novator hafi verið að tryggja sig gegn gengisfalli. Eignir Novators hér á landi hafi verið tífalt meiri en það sem í minnisblaðinu er kallað skortstaða og hrein staða fyrirtækisins hafi verið með krónunni. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novators, segir að fyrirtækið hafi ekki hrint í framkvæmd þeim áætlunum sem Heiðar Már lagði til varðandi skortsölu á íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira