Fleiri fréttir Straumur ekki á útleið Straumur er ekki á leið úr landi. Þetta fullyrðir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs fjárfestingabankans. „Það eru einhverjir átján til tuttugu mánuðir síðan við byrjuðum að skoða málin. Áætlanir hafa ekki farið lengra,“ segir hann. 28.1.2009 12:37 Ríkissjóður mun skulda 413 milljarða kr. umfram eignir Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að í árslok þessa ár muni skuldir ríkissjóðs nema 413 milljörðum kr. umfram eignir. Hvað eignabreytingar varðar vegur þyngst að sjóðurinn mun tapa 220 milljörðum kr. vegna veðlána þeirra sem sjóðurinn létti nýlega af Seðlabankanum. 28.1.2009 12:34 Atvinnuleysið að ná tölunni 13.000 Atvinnulausum heldur áfram að fjölga á nýju ári og á vef Vinnumálastofnunnar eru nú 12.905 skráðir atvinnulausir. Í lok síðasta árs voru 8.982 skráðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 3.923 í þessu mánuði. 28.1.2009 12:11 Hollusta við áætlun AGS skiptir sköpum fyrir lánshæfismat Að mati Fitch Ratings mun hollusta nýrra stjórnvalda á Íslandi við aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) ráða mestu um framtíð lánshæfismats ríkissjóðs í bókum matsfyrirtækisins næsta kastið. 28.1.2009 11:58 Umboðsmaður viðskiptamanna Landsbankans ráðinn Eggert Á. Sverrisson hefur verið ráðinn í starf umboðsmanns viðskiptamanna Landsbankans. 28.1.2009 10:32 Straumur hækkaði um rúm 30 prósent í vikunni Gengi hlutabréfa í Straumi hefur haldið áfram að hækka í Kauphöllinni í dag en síðastaliðna þrjá daga hefur það rokið upp um rétt rúm 30 prósent. Breska viðskiptablaðið Financial Times hafði eftir William Fall, forstjóra, í gær, að bankinn sé að skoða flutning frá Íslandi og sé að skoða skráningu á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Lundúnum í Bretlandi. 28.1.2009 10:08 Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Er mælingin nokkuð í takt við spár greiningar Glitnis og hagfræðideildar Landsbankans. 28.1.2009 09:02 Sýndargjaldeyrir veldur áhyggjum Skuggabankastjórn Markaðarins er á einu máli um að stýrivextir hér séu allt of háir, en þeir standa nú í 18 prósentum. Vextir verði hins vegar ekki lækkaðir nema í samhengi við efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í tengslum við lán og fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28.1.2009 07:30 Straumur-Burðarás úr landi Stjórnendur Straums Burðaráss íhuga að flytja lögheimili bankans frá Íslandi til London eða Svíþjóðar, samkvæmt því sem Financial Times hefur eftir William Fall, forstjóra fyrirtækisins. 28.1.2009 07:06 Val um sænska leið eða suðurameríska „Ég tel að ástandið í efnahagsmálun nú sé hættulegra en nokkru sinni á lýðveldistímanum. Ákvarðanir á næstu dögum og vikum geta ráðið því hvort við verðum áfram meðal þeirra þjóða í heiminum sem njóta bestra lífskjara,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. 28.1.2009 03:45 Evra gæti staðið við hlið krónu Ein þeirra bráðaráðstafana sem Íslendingar gætu hugsanlega gripið til sem útleið úr peningamálakreppunni sem hrun krónunnar hefur leitt til, væri að gera evruna - eða annan traustan gjaldmiðil - að gjaldgengum gjaldmiðli, án formlegrar ákvörðunar um að leggja krónuna niður. Þetta er meðal hugmynda sem Willem H. Buiter, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska bankakerfisins, kynnti í heimsókn sinni hingað til lands á dögunum. 28.1.2009 00:01 Bankana vantaði erlenda hluthafa „Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. 28.1.2009 00:01 Heitar kartöflur Markaðurinn sagði frá því í síðustu viku að Landsbankinn í Lúxemborg hafi boðið vildarviðskiptavinum sínum að kaupa fyrir þá lúxusbíla gegn mótframlagi. Bílarnir voru geymdir í bílageymslu á vegum bankans í Lúxemborg ásamt öðrum bílum sem viðskiptavinir höfðu keypt fyrir eigin reikning. 28.1.2009 00:01 Norðmaður vildi miðlun Landsbanka Norðmaðurinn Jon Harald Nordbrekken, stofnandi norska fjármálafyrirtækisins Bank2, reyndi að kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi fyrir jól. 28.1.2009 00:01 Þjóðarsjóður Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs gamla Landsbankans, velti þeirri hugmynd upp á aðalfundi bankans í lok apríl í fyrra að Íslendingar kæmu sér upp þjóðarsjóði í líkingu við þann sem Norðmenn búa yfir. 28.1.2009 00:01 Keypt hugmynd Hugmynd Björgólfs um þjóðarsjóð fékk heilmikla athygli á sínum tíma en féll í misjafnan jarðveg. Hvað sem öðru líður er ljóst að þótt hugmyndin sé ágæt er hún ekki Björgólfs. 28.1.2009 00:01 Hluthafar Flögu fá rúm 200 þúsund Frestur meirihluta hluthafa Flögu Group til að taka yfirtökutilboði bandaríska eignarhaldsfélagsins Flaga Holdings rann út í gær. 28.1.2009 00:01 Vilja flytja Straum-Burðarás til Lundúna eða Stokkhólms Stjórnendur Straums-Burðaráss íhuga að skrá bankann í kauphöllina Lundúnum og færa jafnframt lögheimili bankans þangað. Þetta hefur breska blaðið Financial Times eftir William Fall, forstjóra fyrirtækisins. 27.1.2009 23:38 Yfirtaka ríkisins á Glitni gat aldrei verið trúverðug Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir að margt af því sem sagt hafi verið um sig í fjölmiðlum undanfarið sé ósatt og annað slitið úr samhengi. Sigurður segist fyrst og síðast hafa unnið að hag Kaupþings og hafi farið að lögum og reglum í því sambandi. Þetta kemur fram í bréfi sem Sigurður sendi vinum og vandamönnum í gær. 27.1.2009 21:38 Segir erfitt að kyrrsetja eignir auðmanna Jón Daníelsson hagfræðingur við London School of Economics segir hugmyndir um að kyrrsetja eignir auðmanna sem Vinstri grænir hafa sett fram vera út í hött. Hann segir hugmyndina vera ill framkvæmanlega og um sé að ræða poppúlisma sem gefi fínar fyrirsagnir í blöðin. 27.1.2009 20:06 Straumur hækkar um 25 prósent á tveimur dögum Gengi hlutabréfa í Straumi toppuðu daginn í Kauphöllinni með hækkun upp á 9,86 prósent. Bréf í fjárfestingabankanum hafa nú hækkað um rúm 25 prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum. 27.1.2009 17:11 Sýslumaður sér um innheimtu á kröfum Landspítalans Landspítalinn og sýslumaðurinn á Blönduósi hafa ritað undir viljayfirlýsingu sem felur í sér að embættið tæki að sér að innheimta viðskiptakröfur spítalans. 27.1.2009 16:23 Óvíst hvort forsætisráðherra er heimilt að reka Seðlabankastjóra Óvíst er hvort forsætisráðherra hafi lagalega heimild til þess að víkja bankastjórum Seðlabankans úr sætum sínum að öðru óbreyttu. Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild í Háskólanum í Reykjavík, segir að grunnspurningin sé sú hvort starfsmannalög eigi við í tilfelli 27.1.2009 16:08 Nýr framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kaupþings. Margrét Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Nýja Kaupþings banka. Margrét útskrifaðist með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 1986 og lauk MBA námi frá Babson College í Boston árið 1990. 27.1.2009 14:12 Norskir þingmenn kynna sér starfsemi LÍÚ Um 20 manna hópur þingmanna norska Stórþingsins sótti höfuðstöðvar LÍÚ heim í morgun. Heimsóknin var hluti af dagskrá þingmannanna í ferð þeirra til Íslands. 27.1.2009 12:57 Íslenskir neytendur hafa aldrei verið jafn svartsýnir Íslenskir neytendur eru afar svartsýnir um þessar mundir, enda leggjast á eitt ótíðindi úr efnahagslífinu, ört vaxandi atvinnuleysi og órói í stjórnmálunum. Hefur væntingavísitala Gallup aldrei verið lægri en nú. 27.1.2009 12:14 Greining Glitnis spáir 18,7% verðbólgu Hagstofan birtir í fyrramálið vísitölu neysluverðs (VNV) fyrir janúar. Greining Glitnis spáir 0,7% hækkun vísitölunnar á milli mánaða, sem jafngildir 18,7% verðbólgu undanfarna 12 mánuði. 27.1.2009 12:10 Enn hækkar Straumur Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 4,93 prósent síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur farið upp um 3,6 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 2,0 prósent. 27.1.2009 10:37 Hafa áhuga á að leggja sæstreng til Bandaríkjanna Kristján L. Möller samgönguráðherra tók nýlega á móti þremur mönnum frá Bandaríkjunum sem kanna hugsanlega lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkjanna. Þeir kynntu ráðherra áform sín en engar ákvarðanir hafa verið teknar. 27.1.2009 10:10 Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum við vaxtaákvörðun sína á fimmtudag. Er deildin þar sem sammála greiningu Glitnis um vextina. 27.1.2009 09:31 Árvakur í söluferli Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Glitnis banka hf. að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem lýtur að öflun hlutafjár fyrir félagið. Bankinn mun á næstu dögum auglýsa eftir tilboðum í nýtt hlutafé Árvakurs, sem gefið verður út eftir að núverandi eigendur færa niður eign sína í félaginu. 26.1.2009 17:16 Straumur hækkaði um rúm 15% í dag Það var Straumur sem keyrði úrvalsvísitöluna aðeins upp á við í dag en félagið hækkaði um 15,4%. 26.1.2009 16:34 Almenningur aldrei eins jákvæður gagnvart Íbúðalánasjóði Viðhorf almennings gagnvart Íbúðalánasjóði hefur aldrei mælst eins jákvætt og nú ef marka má viðhorfsrannsóknir Capacent Gallup. Aðeins 3,9% segjast nú vera frekar eða mjög neikvæðir gagnvart sjóðnum, en 14,3% 26.1.2009 16:05 Krónan heldur áfram að styrkjast Krónan hélt áfram að styrkjast í dag og lækkaði gengisvísitalan um 1,3%. Hefur því þróunin á gjaldeyrismarkaðinum frá í síðustu viku haldið áfram að krónan styrktist um rúm 4% í síðustu viku. 26.1.2009 15:47 Icelandair semur við Nýja Glitni um endurfjármögnun Icelandair Group hefur, í samstarfi við viðskiptabanka sinn Nýja Glitni, lokið við endurfjármögnun á víxlum til skamms tíma eða þriggja mánaða. 26.1.2009 14:31 Sparisjóðabankinn fær viðbótarfrest fyrir tryggingum Sparisjóðabanki Íslands hf. hefur fengið frest til 28. febrúar n.k. til að leggja fram frekari tryggingar í kjölfar veðkalls sem Seðlabanki Íslands sendi bankanum hinn 20. október sl.. 26.1.2009 13:45 Fjárfestar sækja í ríkistryggð skuldabréf Sókn fjárfesta í ríkistryggð skuldabréf er mikil þessa dagana, hvort sem um er að ræða skammtímapappíra eða langtímabréf. 26.1.2009 12:00 Spáir óbreyttum stýrivöxtum hjá Seðlabankanum á fimmtudag Greining Glitnis spáir því að stjórn Seðlabankans tilkynni á fimmtudaginn að stýrivextir verða óbreyttir að þessu sinni. Framundan er flot krónunnar og bankinn vill mæta því með mikinn mun innlendra og erlendra vaxta. 26.1.2009 11:26 Straumur stekkur upp í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Straumi hefur rokið upp um rúm 8,9 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir rúmum stundarfjórðungi. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,77 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 0,62 prósent. 26.1.2009 10:16 Skilanefndirnar munu kosta 1,8 milljarð Kostnaður við skilanefndir bankanna verður orðinn 1,8 milljarðar króna ef þær starfa í óbreyttri mynd næstu þrjú árin eins og gert er ráð fyrir að þær muni gera. 24.1.2009 18:55 Skoða Árvakur og tónlistarhús Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser og hollenskur viðskiptafélagi hans, Everhard Vissers, hafa gert tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Þeir hafa sömuleiðis sýnt áhuga á tilboði í tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn. 24.1.2009 05:00 Kosningar í vor auka ekki tiltrú á íslenskt efnahagslíf Kosningar á Íslandi í vor munu lítil áhrif hafa á erlenda fjárfesta og tiltrú þeirra á íslenskt efnahagslíf og krónuna. Þetta er mat þeirra sérfræðinga sem Reuters fréttastofan ræddi við í dag eftir að Geir Haarde tilkynnti um vilja sinn til þess að halda kosningar í maí. „Vandræði Íslendinga hafa lítið með pólitík að gera," segir Chris Turner, sérfræðingur hjá ING í Bretlandi. Hann segir stjórnmálin á Íslandi vera aukaatriði frá sjónarmiði viðskiptaheimsins. 23.1.2009 21:36 Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ætla að áfrýja Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að þeir muni áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórninni vegna kaupa Glitnis á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar í apríl 2007. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að greiða ætti Vilhjálmi, sem var hluthafi í bankanum, um tvær milljónir króna í skaðabætur. 23.1.2009 17:53 1,2 milljarðar í tap hjá Nýjerja - fjármagnsgjöld aukast verulega Tap Nýherja á síðasta ári nemur 1.201 milljónir króna samanborið við hagnað upp á 420 milljónir árið 2007. Hrein fjármagnsgjöld voru 1.480 milljónir í samanburði við rúmlega 92 milljónir á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í dag. 23.1.2009 20:26 Century Aluminum lækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 3,16 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem lækkaði um 1,66 prósent, í Eimskipi, sem lækkaði um 0,77 prósent og Össur, sem fór niður um 0,21 prósent. 23.1.2009 16:57 Sjá næstu 50 fréttir
Straumur ekki á útleið Straumur er ekki á leið úr landi. Þetta fullyrðir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs fjárfestingabankans. „Það eru einhverjir átján til tuttugu mánuðir síðan við byrjuðum að skoða málin. Áætlanir hafa ekki farið lengra,“ segir hann. 28.1.2009 12:37
Ríkissjóður mun skulda 413 milljarða kr. umfram eignir Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að í árslok þessa ár muni skuldir ríkissjóðs nema 413 milljörðum kr. umfram eignir. Hvað eignabreytingar varðar vegur þyngst að sjóðurinn mun tapa 220 milljörðum kr. vegna veðlána þeirra sem sjóðurinn létti nýlega af Seðlabankanum. 28.1.2009 12:34
Atvinnuleysið að ná tölunni 13.000 Atvinnulausum heldur áfram að fjölga á nýju ári og á vef Vinnumálastofnunnar eru nú 12.905 skráðir atvinnulausir. Í lok síðasta árs voru 8.982 skráðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 3.923 í þessu mánuði. 28.1.2009 12:11
Hollusta við áætlun AGS skiptir sköpum fyrir lánshæfismat Að mati Fitch Ratings mun hollusta nýrra stjórnvalda á Íslandi við aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) ráða mestu um framtíð lánshæfismats ríkissjóðs í bókum matsfyrirtækisins næsta kastið. 28.1.2009 11:58
Umboðsmaður viðskiptamanna Landsbankans ráðinn Eggert Á. Sverrisson hefur verið ráðinn í starf umboðsmanns viðskiptamanna Landsbankans. 28.1.2009 10:32
Straumur hækkaði um rúm 30 prósent í vikunni Gengi hlutabréfa í Straumi hefur haldið áfram að hækka í Kauphöllinni í dag en síðastaliðna þrjá daga hefur það rokið upp um rétt rúm 30 prósent. Breska viðskiptablaðið Financial Times hafði eftir William Fall, forstjóra, í gær, að bankinn sé að skoða flutning frá Íslandi og sé að skoða skráningu á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Lundúnum í Bretlandi. 28.1.2009 10:08
Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli Verðbólgan mælist nú 18,6% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Er mælingin nokkuð í takt við spár greiningar Glitnis og hagfræðideildar Landsbankans. 28.1.2009 09:02
Sýndargjaldeyrir veldur áhyggjum Skuggabankastjórn Markaðarins er á einu máli um að stýrivextir hér séu allt of háir, en þeir standa nú í 18 prósentum. Vextir verði hins vegar ekki lækkaðir nema í samhengi við efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í tengslum við lán og fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28.1.2009 07:30
Straumur-Burðarás úr landi Stjórnendur Straums Burðaráss íhuga að flytja lögheimili bankans frá Íslandi til London eða Svíþjóðar, samkvæmt því sem Financial Times hefur eftir William Fall, forstjóra fyrirtækisins. 28.1.2009 07:06
Val um sænska leið eða suðurameríska „Ég tel að ástandið í efnahagsmálun nú sé hættulegra en nokkru sinni á lýðveldistímanum. Ákvarðanir á næstu dögum og vikum geta ráðið því hvort við verðum áfram meðal þeirra þjóða í heiminum sem njóta bestra lífskjara,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. 28.1.2009 03:45
Evra gæti staðið við hlið krónu Ein þeirra bráðaráðstafana sem Íslendingar gætu hugsanlega gripið til sem útleið úr peningamálakreppunni sem hrun krónunnar hefur leitt til, væri að gera evruna - eða annan traustan gjaldmiðil - að gjaldgengum gjaldmiðli, án formlegrar ákvörðunar um að leggja krónuna niður. Þetta er meðal hugmynda sem Willem H. Buiter, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska bankakerfisins, kynnti í heimsókn sinni hingað til lands á dögunum. 28.1.2009 00:01
Bankana vantaði erlenda hluthafa „Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. 28.1.2009 00:01
Heitar kartöflur Markaðurinn sagði frá því í síðustu viku að Landsbankinn í Lúxemborg hafi boðið vildarviðskiptavinum sínum að kaupa fyrir þá lúxusbíla gegn mótframlagi. Bílarnir voru geymdir í bílageymslu á vegum bankans í Lúxemborg ásamt öðrum bílum sem viðskiptavinir höfðu keypt fyrir eigin reikning. 28.1.2009 00:01
Norðmaður vildi miðlun Landsbanka Norðmaðurinn Jon Harald Nordbrekken, stofnandi norska fjármálafyrirtækisins Bank2, reyndi að kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi fyrir jól. 28.1.2009 00:01
Þjóðarsjóður Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs gamla Landsbankans, velti þeirri hugmynd upp á aðalfundi bankans í lok apríl í fyrra að Íslendingar kæmu sér upp þjóðarsjóði í líkingu við þann sem Norðmenn búa yfir. 28.1.2009 00:01
Keypt hugmynd Hugmynd Björgólfs um þjóðarsjóð fékk heilmikla athygli á sínum tíma en féll í misjafnan jarðveg. Hvað sem öðru líður er ljóst að þótt hugmyndin sé ágæt er hún ekki Björgólfs. 28.1.2009 00:01
Hluthafar Flögu fá rúm 200 þúsund Frestur meirihluta hluthafa Flögu Group til að taka yfirtökutilboði bandaríska eignarhaldsfélagsins Flaga Holdings rann út í gær. 28.1.2009 00:01
Vilja flytja Straum-Burðarás til Lundúna eða Stokkhólms Stjórnendur Straums-Burðaráss íhuga að skrá bankann í kauphöllina Lundúnum og færa jafnframt lögheimili bankans þangað. Þetta hefur breska blaðið Financial Times eftir William Fall, forstjóra fyrirtækisins. 27.1.2009 23:38
Yfirtaka ríkisins á Glitni gat aldrei verið trúverðug Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir að margt af því sem sagt hafi verið um sig í fjölmiðlum undanfarið sé ósatt og annað slitið úr samhengi. Sigurður segist fyrst og síðast hafa unnið að hag Kaupþings og hafi farið að lögum og reglum í því sambandi. Þetta kemur fram í bréfi sem Sigurður sendi vinum og vandamönnum í gær. 27.1.2009 21:38
Segir erfitt að kyrrsetja eignir auðmanna Jón Daníelsson hagfræðingur við London School of Economics segir hugmyndir um að kyrrsetja eignir auðmanna sem Vinstri grænir hafa sett fram vera út í hött. Hann segir hugmyndina vera ill framkvæmanlega og um sé að ræða poppúlisma sem gefi fínar fyrirsagnir í blöðin. 27.1.2009 20:06
Straumur hækkar um 25 prósent á tveimur dögum Gengi hlutabréfa í Straumi toppuðu daginn í Kauphöllinni með hækkun upp á 9,86 prósent. Bréf í fjárfestingabankanum hafa nú hækkað um rúm 25 prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum. 27.1.2009 17:11
Sýslumaður sér um innheimtu á kröfum Landspítalans Landspítalinn og sýslumaðurinn á Blönduósi hafa ritað undir viljayfirlýsingu sem felur í sér að embættið tæki að sér að innheimta viðskiptakröfur spítalans. 27.1.2009 16:23
Óvíst hvort forsætisráðherra er heimilt að reka Seðlabankastjóra Óvíst er hvort forsætisráðherra hafi lagalega heimild til þess að víkja bankastjórum Seðlabankans úr sætum sínum að öðru óbreyttu. Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild í Háskólanum í Reykjavík, segir að grunnspurningin sé sú hvort starfsmannalög eigi við í tilfelli 27.1.2009 16:08
Nýr framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kaupþings. Margrét Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Nýja Kaupþings banka. Margrét útskrifaðist með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 1986 og lauk MBA námi frá Babson College í Boston árið 1990. 27.1.2009 14:12
Norskir þingmenn kynna sér starfsemi LÍÚ Um 20 manna hópur þingmanna norska Stórþingsins sótti höfuðstöðvar LÍÚ heim í morgun. Heimsóknin var hluti af dagskrá þingmannanna í ferð þeirra til Íslands. 27.1.2009 12:57
Íslenskir neytendur hafa aldrei verið jafn svartsýnir Íslenskir neytendur eru afar svartsýnir um þessar mundir, enda leggjast á eitt ótíðindi úr efnahagslífinu, ört vaxandi atvinnuleysi og órói í stjórnmálunum. Hefur væntingavísitala Gallup aldrei verið lægri en nú. 27.1.2009 12:14
Greining Glitnis spáir 18,7% verðbólgu Hagstofan birtir í fyrramálið vísitölu neysluverðs (VNV) fyrir janúar. Greining Glitnis spáir 0,7% hækkun vísitölunnar á milli mánaða, sem jafngildir 18,7% verðbólgu undanfarna 12 mánuði. 27.1.2009 12:10
Enn hækkar Straumur Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 4,93 prósent síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur farið upp um 3,6 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 2,0 prósent. 27.1.2009 10:37
Hafa áhuga á að leggja sæstreng til Bandaríkjanna Kristján L. Möller samgönguráðherra tók nýlega á móti þremur mönnum frá Bandaríkjunum sem kanna hugsanlega lagningu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkjanna. Þeir kynntu ráðherra áform sín en engar ákvarðanir hafa verið teknar. 27.1.2009 10:10
Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum við vaxtaákvörðun sína á fimmtudag. Er deildin þar sem sammála greiningu Glitnis um vextina. 27.1.2009 09:31
Árvakur í söluferli Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Glitnis banka hf. að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem lýtur að öflun hlutafjár fyrir félagið. Bankinn mun á næstu dögum auglýsa eftir tilboðum í nýtt hlutafé Árvakurs, sem gefið verður út eftir að núverandi eigendur færa niður eign sína í félaginu. 26.1.2009 17:16
Straumur hækkaði um rúm 15% í dag Það var Straumur sem keyrði úrvalsvísitöluna aðeins upp á við í dag en félagið hækkaði um 15,4%. 26.1.2009 16:34
Almenningur aldrei eins jákvæður gagnvart Íbúðalánasjóði Viðhorf almennings gagnvart Íbúðalánasjóði hefur aldrei mælst eins jákvætt og nú ef marka má viðhorfsrannsóknir Capacent Gallup. Aðeins 3,9% segjast nú vera frekar eða mjög neikvæðir gagnvart sjóðnum, en 14,3% 26.1.2009 16:05
Krónan heldur áfram að styrkjast Krónan hélt áfram að styrkjast í dag og lækkaði gengisvísitalan um 1,3%. Hefur því þróunin á gjaldeyrismarkaðinum frá í síðustu viku haldið áfram að krónan styrktist um rúm 4% í síðustu viku. 26.1.2009 15:47
Icelandair semur við Nýja Glitni um endurfjármögnun Icelandair Group hefur, í samstarfi við viðskiptabanka sinn Nýja Glitni, lokið við endurfjármögnun á víxlum til skamms tíma eða þriggja mánaða. 26.1.2009 14:31
Sparisjóðabankinn fær viðbótarfrest fyrir tryggingum Sparisjóðabanki Íslands hf. hefur fengið frest til 28. febrúar n.k. til að leggja fram frekari tryggingar í kjölfar veðkalls sem Seðlabanki Íslands sendi bankanum hinn 20. október sl.. 26.1.2009 13:45
Fjárfestar sækja í ríkistryggð skuldabréf Sókn fjárfesta í ríkistryggð skuldabréf er mikil þessa dagana, hvort sem um er að ræða skammtímapappíra eða langtímabréf. 26.1.2009 12:00
Spáir óbreyttum stýrivöxtum hjá Seðlabankanum á fimmtudag Greining Glitnis spáir því að stjórn Seðlabankans tilkynni á fimmtudaginn að stýrivextir verða óbreyttir að þessu sinni. Framundan er flot krónunnar og bankinn vill mæta því með mikinn mun innlendra og erlendra vaxta. 26.1.2009 11:26
Straumur stekkur upp í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Straumi hefur rokið upp um rúm 8,9 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir rúmum stundarfjórðungi. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,77 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 0,62 prósent. 26.1.2009 10:16
Skilanefndirnar munu kosta 1,8 milljarð Kostnaður við skilanefndir bankanna verður orðinn 1,8 milljarðar króna ef þær starfa í óbreyttri mynd næstu þrjú árin eins og gert er ráð fyrir að þær muni gera. 24.1.2009 18:55
Skoða Árvakur og tónlistarhús Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser og hollenskur viðskiptafélagi hans, Everhard Vissers, hafa gert tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Þeir hafa sömuleiðis sýnt áhuga á tilboði í tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn. 24.1.2009 05:00
Kosningar í vor auka ekki tiltrú á íslenskt efnahagslíf Kosningar á Íslandi í vor munu lítil áhrif hafa á erlenda fjárfesta og tiltrú þeirra á íslenskt efnahagslíf og krónuna. Þetta er mat þeirra sérfræðinga sem Reuters fréttastofan ræddi við í dag eftir að Geir Haarde tilkynnti um vilja sinn til þess að halda kosningar í maí. „Vandræði Íslendinga hafa lítið með pólitík að gera," segir Chris Turner, sérfræðingur hjá ING í Bretlandi. Hann segir stjórnmálin á Íslandi vera aukaatriði frá sjónarmiði viðskiptaheimsins. 23.1.2009 21:36
Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ætla að áfrýja Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að þeir muni áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórninni vegna kaupa Glitnis á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar í apríl 2007. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að greiða ætti Vilhjálmi, sem var hluthafi í bankanum, um tvær milljónir króna í skaðabætur. 23.1.2009 17:53
1,2 milljarðar í tap hjá Nýjerja - fjármagnsgjöld aukast verulega Tap Nýherja á síðasta ári nemur 1.201 milljónir króna samanborið við hagnað upp á 420 milljónir árið 2007. Hrein fjármagnsgjöld voru 1.480 milljónir í samanburði við rúmlega 92 milljónir á sama tímabili árið 2007. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í dag. 23.1.2009 20:26
Century Aluminum lækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 3,16 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem lækkaði um 1,66 prósent, í Eimskipi, sem lækkaði um 0,77 prósent og Össur, sem fór niður um 0,21 prósent. 23.1.2009 16:57