Viðskipti innlent

Straumur stekkur upp í byrjun dags

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur rokið upp um rúm 8,9 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir rúmum stundarfjórðungi. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,77 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 0,62 prósent.

Viðskipti telja fjórtán það sem af er upp á 36,6 milljónir króna.

Þar af eru tíu viðskipti með bréf Straums upp á 10,4 milljónir króna en fjögur með hlutabréf Össurar upp á 19,6 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,86 prósent og stendur hún í 318 stigum.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×