Viðskipti innlent

Straumur ekki á útleið

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Straumur er ekki á leið úr landi. Þetta fullyrðir Georg Andersen, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs fjárfestingabankans. „Það eru einhverjir átján til tuttugu mánuðir síðan við byrjuðum að skoða málin. Áætlanir hafa ekki farið lengra," segir hann.

Hann segir blaðakonu Financial Times hafa misskilið William Fall, forstjóra Straums, í viðtali á dögunum en í gærkvöldi fullyrti blaðið að bankinn væri að íhuga flutning á höfuðstöðvum til Lundúna í Bretlandi ásamt því að skoða skráningu á hlutabréfamarkað þar og í Stokkhólmi í Svíþjóð. Í framhaldinu myndi bankinn sækja um afskráningu hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×