Viðskipti innlent

Straumur hækkar um 25 prósent á tveimur dögum

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans. Mynd/Anton

Gengi hlutabréfa í Straumi toppuðu daginn í Kauphöllinni með hækkun upp á 9,86 prósent. Bréf í fjárfestingabankanum hafa nú hækkað um rúm 25 prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.

Þá hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 1,8 prósent, í Össuri um 0,63 prósent, Bakkavör um 0,49 prósent, Færeyjabanka um 0,43 prósent og Marel um 0,15 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum um 6,49 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 0,57 prósent og endaði í 321 stigi. Nýja vísitalan (OMXI6) hækkaði hins vegar um tvö prósent og endaði í 896,57 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×