Viðskipti innlent

Erlendir bankar hafa hætt viðskiptum með krónuna

Saxo Bank hefur hætt viðskiptum með íslensku krónuna en ákvörðun var tekin um það í gær og hefur Saxo Bank því ekki átt viðskipti með íslenskar krónur í dag, og sömu sögu er að segja af mörgum öðrum dönskum bönkum.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar segir að ástæðan sé sú að markaðurinn með framvirka samninga í íslenskum krónum er að miklu leyti orðinn óvirkur þar sem mótaðilar dönsku bankanna sem eru stórir bankar á borð UBS, Royal Banc of Scotland hafa ,samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sjálfir hætta að eiga viðskipti með íslenskar krónur. Þeir hafa ekki lengur aðgang að lánalínum til þess að eiga í viðskiptum með krónur við íslensku bankana. Þannig munu t.d. hvorki UBS né Royal Bank of Scotland hafa átt viðskipti með krónur í dag.

"Já, við ákvaðum þetta í gær vegna þess að margir af stóru bönkunum á borð við UBS sem við höfum átt viðskipti við ákváðu að hætta viðskiptum með íslensku krónuna og við getum sjálfir ekki átt í viðskiptum beint við íslensku bankana. En ég vonast til þess að við getum átt viðskipti með íslenskar krónur eins fljótt og hægt er, " sagði Klaus Nielsen hjá Saxobank í samtali við Viðskiptablaðið en sagðist aðspurður ekki geta sagt til um hvenær viðskipti með íslensku krónuna gætu hafist aftur.

Frétt blaðsins má í heild sinni lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×