Viðskipti innlent

Engilbert kaupir verktakafyrirtækið Ris

Engilbert Runólfsson sem er lengst til hægri á myndinni hefur keypt tvö öflug byggingafyrirtæki á stuttum tíma.
Engilbert Runólfsson sem er lengst til hægri á myndinni hefur keypt tvö öflug byggingafyrirtæki á stuttum tíma.

Stafna á milli, verktakafyrirtæki Engilberts Runólfssonar, hefur keypt byggingafyrirtækið Ris. Gengið var frá kaupunum um helgina en heimildir Vísis herma að kaupverðið sé um tveir milljarðar.

Athafnamaðurinn Engilbert Runólfsson hefur farið mikinn að undanförnu því ekki er langt síðan Eignasmári, sem er félag í hans eigu, keypti JB Byggingafélag, sem er eitt öflugasta verktakafyrirtæki landsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×