Viðskipti innlent

Nýir hluthafar í Saltkaupum

MYND/Valgarður

Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Saltkaupa, hefur selt hlut sinn í félaginu til hóps fjárfesta undir forystu Ólafs Steinarssonar og Péturs Björnssonar.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Saltkaupum selur félagið salt bæði til saltfiskverkunar og götusöltunar. Þá rekur félagið umfangsmikla umbúðadeild sem flytur inn umbúðir fyrir sjávarútveg, umtalsvert magn af kryddum og öðrum íbætiefnum fyrir matvælavinnslu sem og efni til rykbindingu gatna. guðmundur Ásgeirsson sem verið hefur hluthafi í félaginu með Jóni Rúnari verður áfram aðili að félaginu.

 

Saltkaup er 17 ára gamalt félag með höfuðstöðvar í Hafnarfirði en með birgðastöðvar víða um land. Fastráðnir starfsmenn eru tíu talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×