Viðskipti innlent

Decode tapar um 2,5 milljörðum

DeCode tapaði tæpum tveimur hálfum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins. Þetta er svipað tap og á sama tímabili í fyrra.

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam tap Decode rúmum milljarði króna og minnkar um eitt hundrað milljónir milli ára. Kostnaður vegna rannsókna og þróunarvinnu nam um 1,7 milljarði króna á fyrri helmingi ársins og dregst saman um hundrað milljónir frá fyrra ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×