Viðskipti innlent

Hreiðar Már næstlaunahæstur bankastjóra á Norðurlöndum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var næstlaunahæsti bankastjórinn á Norðurlöndum árið 2006 ef mið er tekið af ársskýrslum átta stærstu bankanna. Hreiðar Már var með 168,9 milljónir í árslaun en aðeins Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, var hærri með 247,5 milljónir.

Kaupþing er í dag áttundi stærsti banki Norðurlanda og er markaðsvirði hans rúmlega 900 milljarðar. Stærsti banki Norðurlanda er Nordea sem er metinn á rúmlega 2500 milljarða en forstjóri þess banka Lars G. Nordström fékk aðeins 104,1 milljón í árslaun á árinu 2006. Næststærsti banki Norðurlanda, Danske Bank, greiddi forstjóra sínum Peter Straarup 140,9 milljónir í árslaun en af átta stærstu bönkum Norðurlanda greiddi sænski Handelsbanksen forstjóra sínum lægstu launin. Sá fékk 69,8 milljónir í laun á síðasta ári.

Laun bankastjóra átta stærstu banka Norðurlandanna

Björn Wahlroos, Sampo 247,5 milljónir

Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþingi 168,9 milljónir

Peter Straarup, Danske Bank 140,9 milljónir

Sven Aaser, DnB Nor 127,7 milljónir

Lars G. Nordström, Nordea 104,1 milljón

Annika Falkgren, SEB 92,6 milljónir

Jan Lidén, Swedbank 74,9 milljónir

Lars O Grönstedt, Handelsbanken 69,8 milljónir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×