Viðskipti innlent

Þrír aðilar sektaðir vegna brots á flöggunarskyldu

MYND/Stefán

Þrír aðilar hafa nýverið gengist undir sekt upp á tvö hundruð þúsund krónur fyrir brot á flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands. Eftir því sem fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kærði Fjármálaeftirlitið málin til ríkislögreglustjóra.

Í öllum tilvikum höfðu aðilar sem tengdir eru inn í félag í Kauphöllinni látið undir höfuð leggjast að tilkynna um breytingar á eignarhaldi í því samdægurs eins og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti.

Fyrsti aðilinn dró það í tvær vikur að tilkynna um breytt eignarhald, annar í þrjár vikur og sá þriðji um dag. Ákæra var ekki gefin út í málunum þremur heldur greiddu aðilarnir sekt sem fyrr segir og birtir Fjármálaeftirlitið ekki nöfn aðilanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×