Fleiri fréttir Rótgrónir heildsölurisar fá að sameinast ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“. 23.9.2021 18:01 Play nælir í sölusérfræðing frá Icelandair Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. 23.9.2021 16:50 Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23.9.2021 12:21 Munu leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða Axel Gunnlaugsson og Atli Björgvinsson ráðnir til Kynnisferða til að leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða. 23.9.2021 09:15 Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember. 23.9.2021 09:07 Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. 23.9.2021 08:00 Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“ Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann. 23.9.2021 07:00 Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22.9.2021 21:00 Íslenskur bar á alþjóðlegum topplista Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista. 22.9.2021 19:44 Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. 22.9.2021 18:30 Síminn kaupir hlut í nýrri íslenskri streymisveitu Síminn hefur keypt hlut í nýrri íslenskri streymisveitu sem nefnist Uppkast. Streymisveitan mun taka við efni frá almenningi og gera fólki kleift að miðla þekkingu sinni eða hæfileikum til áskrifenda og hafa af því tekjur í samræmi við spilun. 22.9.2021 16:04 Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. 22.9.2021 15:58 Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. 22.9.2021 15:15 Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. 22.9.2021 11:45 Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðssetja sultur Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf. 22.9.2021 10:26 Róbert setur hótelið og aðrar eignir tengdar ferðaþjónustu á Sigló á sölu Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að setja allar eignir sínar tengdar ferðaþjónustunni í bænum á sölu. 22.9.2021 07:49 Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari. 22.9.2021 07:00 Óvæntar sendingar frá Salómonseyjum eru frá Ali Express Neytendur þurfa ekki að óttast þótt þeim berist tilkynning um óvæntar pakkasendingar frá Salómonseyjum. Þarna er ekkert vafasamt á ferðinni, heldur sendingar Ali Express frá Kína sem sendir eru gegnum Salómónseyjar. 21.9.2021 18:34 Google taldi mikla eftirspurn eftir íslensku appi vera netárás og lokaði Íslenska appið Lightsnap hefur gert gott mót í Svíþjóð en þjónustan gerir notendum kleift að taka ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum. 21.9.2021 11:53 Ráðinn til Sjóvár Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá. 21.9.2021 11:22 FÍB segja mögulegt að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda telja tryggingafélögin geta lækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða króna á ári og samt skilað ásættanlegri afkomu. 21.9.2021 09:39 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21.9.2021 08:59 Jens hættir hjá Icelandair Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. 20.9.2021 16:28 Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20.9.2021 14:55 „Starfsfólkið skapar velgengnina“ Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið. 20.9.2021 13:00 Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti. 20.9.2021 12:28 Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. 20.9.2021 11:52 Simmi Vill skammar Matartips-ara fyrir óvægna gagnrýni Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn. 20.9.2021 10:20 Um 1000 vörur á tilboði Fræið er heilsuvara vikunnar á Vísi. 20.9.2021 08:58 Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20.9.2021 08:11 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20.9.2021 07:00 Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18.9.2021 22:50 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18.9.2021 18:39 „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18.9.2021 10:01 Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18.9.2021 08:41 Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. 17.9.2021 21:05 Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær. 17.9.2021 16:06 Fullyrðingar um lægsta verðið úrskurðaðar „ósannaðar og villandi“ Orkan mátti ekki segja að fyrirtækið væri með lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað Orkunni nota fullyrðingarnar í auglýsingum sínum. 17.9.2021 14:49 Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17.9.2021 11:23 MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. 17.9.2021 11:23 Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17.9.2021 10:29 Ekki (endilega) þiggja starfið ef… Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig. 17.9.2021 07:00 Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. 16.9.2021 20:42 Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. 16.9.2021 17:16 Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16.9.2021 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Rótgrónir heildsölurisar fá að sameinast ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“. 23.9.2021 18:01
Play nælir í sölusérfræðing frá Icelandair Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. 23.9.2021 16:50
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23.9.2021 12:21
Munu leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða Axel Gunnlaugsson og Atli Björgvinsson ráðnir til Kynnisferða til að leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða. 23.9.2021 09:15
Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember. 23.9.2021 09:07
Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. 23.9.2021 08:00
Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“ Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann. 23.9.2021 07:00
Rándýrt að auglýsa í Reykjavík Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar. 22.9.2021 21:00
Íslenskur bar á alþjóðlegum topplista Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista. 22.9.2021 19:44
Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. 22.9.2021 18:30
Síminn kaupir hlut í nýrri íslenskri streymisveitu Síminn hefur keypt hlut í nýrri íslenskri streymisveitu sem nefnist Uppkast. Streymisveitan mun taka við efni frá almenningi og gera fólki kleift að miðla þekkingu sinni eða hæfileikum til áskrifenda og hafa af því tekjur í samræmi við spilun. 22.9.2021 16:04
Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. 22.9.2021 15:58
Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. 22.9.2021 15:15
Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. 22.9.2021 11:45
Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðssetja sultur Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf. 22.9.2021 10:26
Róbert setur hótelið og aðrar eignir tengdar ferðaþjónustu á Sigló á sölu Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að setja allar eignir sínar tengdar ferðaþjónustunni í bænum á sölu. 22.9.2021 07:49
Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari. 22.9.2021 07:00
Óvæntar sendingar frá Salómonseyjum eru frá Ali Express Neytendur þurfa ekki að óttast þótt þeim berist tilkynning um óvæntar pakkasendingar frá Salómonseyjum. Þarna er ekkert vafasamt á ferðinni, heldur sendingar Ali Express frá Kína sem sendir eru gegnum Salómónseyjar. 21.9.2021 18:34
Google taldi mikla eftirspurn eftir íslensku appi vera netárás og lokaði Íslenska appið Lightsnap hefur gert gott mót í Svíþjóð en þjónustan gerir notendum kleift að taka ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum. 21.9.2021 11:53
Ráðinn til Sjóvár Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá. 21.9.2021 11:22
FÍB segja mögulegt að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda telja tryggingafélögin geta lækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða króna á ári og samt skilað ásættanlegri afkomu. 21.9.2021 09:39
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21.9.2021 08:59
Jens hættir hjá Icelandair Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group. 20.9.2021 16:28
Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20.9.2021 14:55
„Starfsfólkið skapar velgengnina“ Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið. 20.9.2021 13:00
Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti. 20.9.2021 12:28
Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. 20.9.2021 11:52
Simmi Vill skammar Matartips-ara fyrir óvægna gagnrýni Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn. 20.9.2021 10:20
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20.9.2021 08:11
Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20.9.2021 07:00
Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. 18.9.2021 22:50
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18.9.2021 18:39
„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18.9.2021 10:01
Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. 18.9.2021 08:41
Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. 17.9.2021 21:05
Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær. 17.9.2021 16:06
Fullyrðingar um lægsta verðið úrskurðaðar „ósannaðar og villandi“ Orkan mátti ekki segja að fyrirtækið væri með lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað Orkunni nota fullyrðingarnar í auglýsingum sínum. 17.9.2021 14:49
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17.9.2021 11:23
MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. 17.9.2021 11:23
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17.9.2021 10:29
Ekki (endilega) þiggja starfið ef… Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig. 17.9.2021 07:00
Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. 16.9.2021 20:42
Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. 16.9.2021 17:16
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16.9.2021 13:36
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent