Fleiri fréttir

Rót­grónir heild­sölurisar fá að sam­einast

ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“.

Play nælir í sölu­sér­fræðing frá Icelandair

Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans.

Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“

Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann.

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Ís­lenskur bar á alþjóðlegum topplista

Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista.

Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið

Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari.

Síminn kaupir hlut í nýrri ís­lenskri streymis­veitu

Síminn hefur keypt hlut í nýrri íslenskri streymisveitu sem nefnist Uppkast. Streymisveitan mun taka við efni frá almenningi og gera fólki kleift að miðla þekkingu sinni eða hæfileikum til áskrifenda og hafa af því tekjur í samræmi við spilun.

Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðs­setja sultur

Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf.

Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu

Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari.

Ráðinn til Sjó­vár

Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá.

Jens hættir hjá Icelandair

Jens Þórðarson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Sakar Við­skipta­blaðið og Morgun­blaðið um saman­tekin ráð gegn sér

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka.

„Starfsfólkið skapar velgengnina“

Niðurstöður mælinga HR Monitor hafa gefið þeim hjá Sólar dýrmætar upplýsingar sem þau hafa nýtt sem tækifæri til að styrkja fyrirtækið.

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“

„Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt.

„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“

Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 

Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans

Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær.

Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi

Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út.

Vís­bendingar um hægari efna­hags­bata

Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum.

Ekki (endilega) þiggja starfið ef…

Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig.

Á­hyggjur af stöðugum upp­sögnum

Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri.

Ferðalög Íslendinga taka við sér

Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 

Sjá næstu 50 fréttir