Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 12:21 Lightning-hleðslusnúra frá Apple (t.v.) og USB-C hleðslusnúra (t.h.). Verði tillaga framkvæmdastjórnar ESB að lögum heyrir sú fyrrnefnda sögunni til og öll færanleg raftæki yrðu með USB-C tengi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól. Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól.
Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf