Viðskipti innlent

Ráðinn til Sjó­vár

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Már Rúnarsson.
Andri Már Rúnarsson. Sjóvá

Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Andri Már komi til Sjóvár frá hollenska bankanum ABN AMRO þar sem hann hafi starfað við áhættustýringu síðustu tvö árin. 

„Áður starfaði hann við fjárstýringu og áhættustýringu hjá tæknifyrirtækinu ASML í Hollandi um þriggja ára skeið, en ASML er stærsta fyrirtækið í Hollandi og eitt 20 stærstu fyrirtækja heims.

Andri Már er með BSc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc heiðursgráðu í fjármálum og áhættustýringu frá Vrije Universiteit Amsterdam.

Andri Már er í sambúð með Margréti Eddu Magnúsdóttur, nútímafræðingi og nema í hnattrænum fræðum og eiga þau eitt barn.

Andri Már hefur þegar hafið störf hjá Sjóvá,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×