Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 08:41 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega. Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega.
Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47