Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2021 22:50 Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35