Íslenskur bar á alþjóðlegum topplista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 19:44 Hér eru þeir Jakob Eggertsson, Jónas Heiðarr Guðnason, Ólafur Andri Benediktsson og Sindri Árnason eigendur Jungle. Jakob Eggertsson Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista. Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt. Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Listinn er á vegum 50 Best Discovery. Á hverju ári kjósa sérfræðingar fimmtíu bestu bari í heiminum, sem enda á listanum 50 Best Bars, en sérfræðingarnir velja svo aukalega fimmtíu staði til viðbótar sem komust ekki inn á listann en þeim finnst vert að minnast á. Jungle hafnaði á síðari listanum. „Þetta kveikir rosalega í manni og sýnir að maður er á réttri braut,“ segir Jónas Heiðarr Guðnason, einn af eigendum Jungle. Í dómi 50 Best Discovery segir að Jungle sé alger 21. aldar kokteilbar. Augljóst sé að þúsaldarkynslóðin ráði ríkjum á kránni, þar sem plöntur séu í öllum hornum og skrautlegt veggfóður upp um alla veggi. Í dómi 50 Best Bars segir að drykkirnir á Jungle séu fjölbreyttir og skemmtilegir.Jakob Eggertsson „Þessi vinalega hugmynd um hverfisbarinn breytist eftir því sem líður á vikuna. Það er gleðistund allan daginn á mánudögum, róleg stemning um miðja vikuna og partý um helgar þegar teymið reynir að sinna barþjónastörfum og störfum plötusnúðs á sama tíma,“ segir í dómnum. „Drykkirnir eru mjög fjölbreyttir: einfaldir, fínir, framandi og áfengislausu drykkirnir ekki af verri endanum.“ Eigendur Jungle segja viðurkenninguna skipta miklu máli. Viðurkenningin sé hvatning til að gera enn betur. „Við erum náttúrulega alltaf að reyna að bæta okkur og það að fá svona viðurkenningu lætur okkur vinna ennþá harðar að því,“ segir Ólafur Andri Benediktsson, einn eigenda Jungle. „Við erum rétt að verða tveggja ára núna í nóvember, þannig þetta eru hrikalega skemmtilegar fréttir. Verður gaman að sjá hvað við getum gert þegar heimurinn fer að opnast allur á ný.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að Jungle væri á listanum yfir fimmtíu bestu barina en hann reyndist á lista yfir fimmtíu bari sem dómnefndinni fannst vert að minnast á. Þetta hefur verið leiðrétt.
Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira