Fleiri fréttir

Loka stórum hluta Kastrup-flug­vallar

Stjórnendur Kastrup-flugvallar hafa tilkynnt að stórt svæði, um 40 prósent flugstöðvasvæðisins, verði lokað tímabundið vegna samdráttar í flugsamgöngum.

Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid

Vinnustaðir eru aðeins að sjá toppinn á ísjakanum hvað varðar áhrif Covid á líðan starfsfólks. Einangrunin, fjarvinnan og samkomubann eru allt atriði sem eru að hafa áhrif á fólk sem ekki sér alveg fyrir endann á enn þá hvaða afleiðingar muni hafa.

Löng röð fyrir utan Costco

Jólaverslun virðist hafin með látum ef marka má fjölda fólks sem lagði leið sína í verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Lyfja kaupir Apótek MOS

Lyfja hefur náð samkomulagi við eigendur Apóteks MOS um kaup á apótekinu. Apótek MOS hefur starfað í Mosfellsbæ frá árinu 2016.

Kauphegðun hefur breyst til frambúðar

Nettó er netverslun vikunnar á Vísi. Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir sölu á matvöru á netinu hafa tífaldast á einum degi þegar samgöngutakmarkanir hófust í vor. Kauphegðun Íslendinga hafi breyst til frambúðar.

Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga

Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélöguum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins.

Árni strípaður af Nova

Árni Snævarr blaðamaður segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við fjarskiptafyrirtækið Nova en á 18 dögum var hann rukkaður um rúmar 76 þúsund krónur fyrir netnotkun. Árni greindi frá ævintýrinu á Facebook í dag en í samtali við Vísi sagði hann málið ekki snúast um sig persónulega, heldur þær spurningar sem það vekur um viðskiptahætti Nova.

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi

Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Það breyttist allt með Covid

Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990.

„Allt of mikill tími í þinginu sem fer í ekki neitt“

Þorsteinn Víglundsson segir þrjá espresso þurfa alla morgna til að rífa sig í gang. Honum leiðist tímasóun og segir hana of mikla á þingi. Að sitja á þingi sé þó mikill heiður. Í forstjórastarfinu í dag eru það hins vegar umhverfismálin sem eru hvað brýnust.

Leita að nýjum leigjendum í stað b5

Bankastræti 5 hefur verið auglýst til leigu eins og fram kemur á fasteignavef Vísi. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn b5 verið þar til húsa.

Kaupa Arnar&Arnar

Íslenska auglýsingastofan hefur fest kaup á rekstri og starfskröftum hönnunarteymisins Arnar&Arnar.

Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður

Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks.

„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“

Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.

„Höfum aldrei lent í öðru eins“

„Þetta gekk rosalega vel hjá okkur og við höfum bara aldrei lent í öðru eins,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi gjafavöruverslunarinnar Hrím, um söluna á svokölluðum Singles Day í gær en dagurinn er einn þriggja stórra netútsöludaga sem allir lenda í nóvember.

Auðvelda fyrirtækjum að gleðja starfsfólk

Með fyrirtækjaaðgangi á vefverslun Vorhus.is geta vinnuveitendur nýtt þægilegt pöntunarferli og nálgast fallega gjafapakka fyrir starfsmennina allan ársins hring

Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð

Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax.

Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun.

Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti

Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára.

Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna

Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum.

Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.