Fleiri fréttir

Innkalla granóla

Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu.

„Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“

Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð.

Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik

Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega.

Herdís ráðin forstjóri Valitor

Herdís Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Valitor og mun ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“

Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is.

Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum

Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Fatnaður í fjarvinnu: Kósý eða „casual“?

Í fjarvinnunni hafa margir farið þá leið að vera betur til hafðir að „ofan“ en „neðan“ eða hreinlega vinna í joggingbuxum eða náttfötum alla daga. En hverju er mælt með?

Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ

Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins.

Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda

Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana.

Bein útsending: Jólakvöld Húsgagnahallarinnar

Ekki missa af Jólakvöldi Húsgagnahallarinnar sem fram fer í beinu streymi hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Skemmtilegar uppákomur og leikir þar sem hægt verður að vinna flottar vörur. 

Inn­kalla sæl­gæti vegna málm­hlutar

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á sænsku sælgæti „S-märke surt skum“, sem heildverslun Core ehf. flytur inn, vegna aðskotarhlutar úr málmi sem fannst í vörunni.

Ráðin til Gagna­veitu Reykja­víkur

Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur. 

Ó­lög­legt varnar­efni í At­kins-brauð­blöndu

Matvælastofnun varar við brauðblöndunni Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á blöndunni innihalda varnarefnið ethylenoxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.

Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu

Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar í fyrsta sinn í 28 ár.

Ráðinn til Sjóvár

Þórir Óskarsson, tryggingastærðfræðingur hefur verið ráðinn til trygginga- og tölfræðigreiningar Sjóvá.

Frá Össuri til Alvotech

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur ráðið Rakel Óttarsdóttur sem framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.

Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri

Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins.

Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti

Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs.

Sjá næstu 50 fréttir