Fleiri fréttir

Jólaösin lagði kassana í Costco

Tölu­verð ör­tröð og ó­ró­leiki skapaðist í stór­versluninni Costco í Kaup­túni í gær þegar kassa­kerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukku­stund.

Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka

Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka.

Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung

Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung.

Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent

Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi.

Shakira ákærð fyrir skattsvik

Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Spænsk skattyfirvöld telja að þrátt fyrir búsetuskráningu söngkonunnar á Bahamaeyjum á árunum 2012-2014 hafi hún í raun verið búsett í Barcelona.

Ferðamönnum fækki og verðið hækki

Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann.

Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag

Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima.

Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi

Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum.

Kreppir að í rekstri hvalaskoðunarfélaga

Afkoma hvalaskoðunarfélaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krónunnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoðunarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstrinum og áframhaldandi samþjöppun.

McDonald's ætlar að draga duglega úr notkun sýklalyfja

Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkari kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni.

Veltir því fyrir sér hvort WOW verði „sýndarflugfélag“

Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent.

Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank

Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku.

Allt að ellefu strengir á teikniborðinu

Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú.

Opnuðum Snaps á góðum tíma

Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum.

Sjá næstu 50 fréttir