Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. desember 2018 12:09 Skúli Mogensen er forstjóri og stofnandi WOW air. Hér er hann í símanum í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04