Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2018 20:30 Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22