Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2018 20:30 Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22