Viðskipti erlent

Allt að ellefu strengir á teikniborðinu

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Fjórir sæstrengir liggja frá Bretlandi.
Fjórir sæstrengir liggja frá Bretlandi. Nordicphotos/Getty Images

Bresk stjórnvöld stefna að því að rúmlega fjórfalda innflutning á raforku í gegnum sæstrengi á næstu sex árum þannig að raforka í gegnum slíka strengi muni anna meira en fimmtungi af raforkuþörf landsins um miðjan næsta áratug. Stóraukin áhersla á nýtingu endurnýjanlegrar orku og tiltölulega hátt orkuverð skýrir meðal annars aukinn áhuga Breta á sæstrengjum.

Samanlögð flutningsgeta þeirra raforkustrengja sem liggja nú frá Bretlandi nemur um fjórum gígavöttum en áætlanir breskra yfirvalda gera ráð fyrir að á árinu 2024 muni sæstrengir frá landinu geta afkastað allt að átján gígavöttum af raforku.

National Grid, breskt ríkisfyrirtæki sem sér um dreifingu á raforku í Bretlandi, vinnur um þessar mundir að lagningu á fjórum strengjum en tillögur hafa verið lagðar fram um lagningu á allt að ellefu strengjum frá landinu.

John Pettigrew, forstjóri National­ Grid, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að miklar breytingar séu að verða í orkumálum Breta. „Sæstrengir eru að verða mikilvægari,“ nefnir hann.

Fastlega er búist við því að nýr sæstrengur, NemoLink, á milli Bretlands og Belgíu, verði tekinn í notkun snemma á næsta ári. Strengurinn, sem er 600 milljóna punda virði, er sá fyrsti sem lagður er frá Bretlandi til meginlands Evrópu frá árinu 2011 og jafnframt fyrsti strengurinn sem tengist Belgíu, að því er fram kemur í fréttaskýringu The Guardian.

Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að Bretar, fremur en Belgar, verði aðalkaupendur raforku í gegnum sæstrenginn gæti strengurinn nýst Belgum vel fyrstu mánuðina. Ástæðan er sú að slökkt hefur verið á sex af sjö kjarnorkuverum Belga þennan veturinn vegna viðgerða og öryggisprófana. Gætu Belgar því þurft á raforku frá Bretlandi að halda þegar Nemo-strengurinn kemst í gagnið.

Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur fagnað framtakinu og sagt það til marks um nána samvinnu Evrópuríkja yfir landamæri.

Mikilvægt umhverfismál

Fjórir sæstrengir liggja frá Bretlandi. Einn til Frakklands, annar til Hollands, þriðji til Írlands og sá fjórði til Norður-Írlands. Er hugmyndin að baki fyrstnefndu strengjunum tveimur fyrst og fremst að flytja inn orku til Bretlands.

Slíkir raforkustrengir eru taldir afar mikilvægir til þess að bæta nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, en eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum fer hratt vaxandi um þessar mundir, og jafna sveiflur í orkuframleiðslunni.

„Það munu koma tímabil í framtíðinni þar sem það verður umfram endurnýjanleg orka, of mikill vindur eða of mikil sól,“ segir Pettigrew. Þess vegna sé flutningur á raforku um Evrópu góð leið til þess að stuðla að minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Pettigrew nefnir einnig að sæstrengir auki raforkuöryggi og bendir því til stuðnings á hve mikilvægu hlutverki þeir hafi gegnt síðasta vetur þegar mikið kuldakast gekk yfir Bretlandseyjar. National Grid áætlar að sæstrengurinn til Belgíu muni spara breskum neytendum um 80 til 100 milljónir punda á ári.
 

Allir róa í sömu átt

Nemo-strengurinn er einn af fjórum sæstrengjum sem National Grid vinnur nú að því að leggja en Bretar hafa meðal annars í hyggju að flytja inn vatnsorku frá Noregi í gegnum NSN Link-strenginn og vindorku frá Danmörku í gegnum Viking Link-strenginn. Verður síðastnefndi sæstrengurinn sá lengsti í heimi, eða um 760 kílómetrar.

Annað fyrirtæki er jafnframt að ljúka við lagningu á raforkustreng frá Bretlandi til Frakklands í gegnum Ermarsundsgöngin, að því er segir í frétt The Guardian, og er gert ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun árið 2020. Einnig hafa verið viðraðar hugmyndir um lagningu sæstrengs til Þýskalands og Íslands, eins og kunnugt er.

Sæstrengir Bretlands anna nú um sex prósentum af raforkuþörf Breta en áætlanir miða við að hlutfallið verði 22 prósent árið 2025.

Áform Breta um stórfjölgun sæstrengja eru liður í því að auka aðgengi að endurnýjanlegri orku þannig að hlutur slíkrar orku í orkunotkun landsins verði í samræmi við lögbundin markmið Evrópusambandsins. Önnur Evrópuríki hafa jafnframt sagst stefna að hinu sama.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, nefndi til að mynda í byrjun mánaðarins að Frakkar hygðust loka 14 af 58 kjarnorkuverum sínum fyrir árið 2035 og leggja þess í stað aukna áherslu á sæstrengi og endurnýjanlega orkugjafa. Um leið væri gert ráð fyrir því að hlutur kjarnorku af orkunotkun landsins færi úr 75 prósentum í 50 prósent.
 

Sæstrengur til Íslands „tæknileg áskorun“

John Pettigrew, forstjóri Nat­ional Grid, segir í samtali við The Guardian að lagning sæstrengs á milli Íslands og Bretlands, eins og hugmyndir hafa verið uppi um, feli í sér „raunverulega tæknilega áskorun“. Íslensk orkufyrirtæki sem breska blaðið ræddi við segja ólíklegt, eins og sakir standa, að ráðist verði í slíka framkvæmd.

Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafa um nokkurt skeið haft það til skoðunar að tengja íslenska raforkukerfið við það evrópska með lagningu sæstrengs til Bretlands. Rætt var við bresk stjórnvöld um verkefnið, sem ber vinnuheitið IceLink, á árunum 2015 og 2016 og lýstu fulltrúar beggja ríkja áhuga sínum á lagningu slík strengs. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað, meðal annars um fjármögnun strengsins.

Kostnaðar- og ábatagreining Kviku banka og ráðgjafarfyrirtækisins Pöyry frá árinu 2016 leiddi í ljós að þjóðhagsleg arðsemi Íslands og Bretlands af lagningu raforkustrengs myndi samtals nema meira en 50 milljörðum króna á hverju ári. Helsta forsenda niðurstöðunnar var sú að bresk stjórnvöld væru reiðubúin að veita slíku verkefni umtalsverðan fjárhagslegan stuðningAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.