Viðskipti innlent

Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði Icelandair Group undanfarið.
Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði Icelandair Group undanfarið. vísir/vilhelm
Hlutabréf í Icelandair Group hafa hækkað um tæp 14 prósent þegar þetta er skrifað í 244 milljóna króna viðskiptum. Hækkun bréfanna var hafin áður en tilkynnt var um hópuppsögn hjá helsta keppinaut félagsins, WOW air, sem sagði upp 111 starfsmönnum í morgun.

Þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu.

Miklar sveiflur hafa verið undanfarið á hlutabréfaverði Icelandair en í byrjun nóvember var tilkynnt að félagið hygðist kaupa WOW air.

Tilkynnt var um kaupin þann 5. nóvember og ellefu dögum síðar var verð hlutabréfanna komið upp í 12 krónur á hlut. Þremur dögum áður en tilkynnt var um kaupin stóð verð bréfanna í 7,9 krónum.

Rétt fyrir síðustu mánaðamót var svo tilkynnt að ekkert yrði af kaupunum og lækkuðu bréfin í kjölfarið en verðið á hlut er nú 9,15 krónur.


Tengdar fréttir

Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag

Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima.

Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair

Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×