Viðskipti innlent

Fengu 80 milljónir í þóknanir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs.
Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Fréttablaðið/Eyþór

Tveir löggiltir endurskoðendur sem voru dómkvaddir til þess að meta meint tjón Íslandsbanka í ágreiningsmáli við Gamla Byr fengu greiddar þóknanir upp á ríflega 81 milljón króna, án virðisaukaskatts, frá því í maí árið 2014 til maí 2018. Tímakaup matsmannanna nam 24.500 krónum.

Upplýst er um þetta í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði fyrr í vetur kröfu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, um að matsmennirnir, Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, sem og Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, yrðu kvödd fyrir dóminn.

Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa tilraunir Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, til þess að ná sáttum við Íslandsbanka í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 ekki borið árangur.

Bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið bankanum fjártjóni og hefur krafist þess að seljendurnir greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs.

Lögmaður Gamla Byrs byggði á því fyrir dómi að umræddir matsmenn hefðu á löngum tíma þegið það háar greiðslur frá Íslandsbanka að þeir hefðu tapað óhæði sínu.

Fulltrúar Íslandsbanka viðurkenndu að heildarfjárhæð þóknananna væri vissulega há miðað við það sem almennt gengur og gerist í matsmálum. Fjárhæðin ætti sér þó væntanlega þær skýringar að matsatriði málsins væru óvenju umfangsmikil og flókin. Þá hefði öflun og úrvinnsla gagna af hálfu matsmannanna gengið hægar en vonir stóðu til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.