Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður stofnar leigufélagið Bríeti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bríet er sögð ætla að leggja áherslu á landsbyggðina en ekki standa í samkeppni á höfuðborgarsvæðinu.
Bríet er sögð ætla að leggja áherslu á landsbyggðina en ekki standa í samkeppni á höfuðborgarsvæðinu. visir/vilhelm

Stjórn Íbúðalánsjóðs tók á fundi sínum í dag ákvörðun um stofnun leigufélags utan um fasteignir sjóðsins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti áformin á fundi um húsnæðismál sem haldinn var í Dalabyggð í dag.

Fram kemur í tilkynningum frá Íbúðalánasjóði  og Stjórnarráðinu að leigufélagið muni fá nafnið Bríet, rekstur þess verður sjálfstæður og að félagið muni taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag. Ætlunin sé að „reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.“

Bríeti sé þó ekki ætlað að fara í samkeppni við einkarekin leigufélög á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er tekið fram að meirihluti eignanna sé nú þegar í útleigu og að núverandi leigutakar þurfi ekki að „óttast um hag sinn vegna þessara breytinga,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Soffía Guðmundsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, mun stýra hinu nýja leigufélagi.

Ásmundur er sagður á vef Stjórnarráðsins vilja fá sveitarfélög til samstarfs við hið nýja félag, sem mörg hver reka nú þegar félagslegt húsnæði. Ráðherrann er sagður telja að hægt verði að „bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins.“

Nánar má fræðast um Bríeti á vef Stjórnarráðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.