Viðskipti innlent

Jólaösin lagði kassana í Costco

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Myndin er tekin í Costco ekki löngu eftir að verslunin opnaði en mikil örtröð var einnig í versluninni í gær.
Myndin er tekin í Costco ekki löngu eftir að verslunin opnaði en mikil örtröð var einnig í versluninni í gær. Fréttablaðið/ANTON BRINK
Tölu­verð ör­tröð og ó­ró­leiki skapaðist í stór­versluninni Costco í Kaup­túni í gær þegar kassa­kerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukku­stund. For­sprakki Face­book-hópsins Costco-Gleði, Engil­bert Arnar Frið­þjófs­son, var staddur á mat­sölu­staðnum í versluninni og fylgdist með gangi mála en langar raðir mynduðust í búðinni.

„Þau leystu þetta bara mjög vel og voru mjög al­menni­leg. Þau voru að gefa fólki kökur, djús, Prins Póló og möffins,“ segir Engilbert í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þegar verst lét höfðu myndast biðraðir sem þveruðu vöruhúsið stóra og náðu frá kössunum aftur að kælunum í hinum endanum. Að sögn viðstaddra ákváðu margir að hverfa frá meðan kerfið lá niðri. Óljóst er hvað olli biluninni en Fréttablaðið náði ekki í talsmenn Costco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×