Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 13:32 Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst. VÍSIR/VILHELM Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30
Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00