Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. desember 2018 07:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. fréttablaðið/stefán Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00
Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45
Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15