Viðskipti innlent

Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood.
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood. Mynd/Iceland Seafood

Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Félagið hefur verið skráð á First North markað síðan 25. maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Helga Antoni Eiríkssyni, forstjóra Iceland Seafood International, að það sé rökrétt skref fyrir félagið sem hafi stækkað mikið síðustu árin að hefja undirbúning á skráningu félagsins á aðalmarkað. „Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins.“ 

Uppfærð afkomuspá

Í tilkynningunni kemur einnig fram að uppfærð afkomuspá félagsins fyrir 2018 hafi verið gefin út í dag þar sem afkoman er betri en fyrri spá gerði ráð fyrir. Er hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 2018 áætlaður 6,8-7,3 milljónir evra, samanborið við 6,1-6.6 milljónir evra í fyrri spá.   Hagnaður af reglulegri starfsemi á heilsársgrunni fyrir skatta 2018 sé nú áætlaður 10,4-10,9 milljónir evra, samanborið við 9,6-10,6 milljónir evra í fyrri spá. 

„Áætlanir okkar um að styrkja starfsemi félagsins hafa gengið eftir á árinu. Við höfum  fjárfest í fyrirtækjum í virðisaukandi starfsemi bæði á Írlandi og á Spáni en afkoma virðisaukandi eininga samstæðunnar hefur verið umfram áætlanir. Okkar skýra stefna, góða starfsfólk og sterku samstarfsaðilar hafa lagt grunn að áframhaldandi kröftugum vexti félagsins,” er haft eftir Helga Antoni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.