Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 19:52 Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood. Mynd/Iceland Seafood Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Félagið hefur verið skráð á First North markað síðan 25. maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Helga Antoni Eiríkssyni, forstjóra Iceland Seafood International, að það sé rökrétt skref fyrir félagið sem hafi stækkað mikið síðustu árin að hefja undirbúning á skráningu félagsins á aðalmarkað. „Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins.“ Uppfærð afkomuspá Í tilkynningunni kemur einnig fram að uppfærð afkomuspá félagsins fyrir 2018 hafi verið gefin út í dag þar sem afkoman er betri en fyrri spá gerði ráð fyrir. Er hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 2018 áætlaður 6,8-7,3 milljónir evra, samanborið við 6,1-6.6 milljónir evra í fyrri spá. Hagnaður af reglulegri starfsemi á heilsársgrunni fyrir skatta 2018 sé nú áætlaður 10,4-10,9 milljónir evra, samanborið við 9,6-10,6 milljónir evra í fyrri spá. „Áætlanir okkar um að styrkja starfsemi félagsins hafa gengið eftir á árinu. Við höfum fjárfest í fyrirtækjum í virðisaukandi starfsemi bæði á Írlandi og á Spáni en afkoma virðisaukandi eininga samstæðunnar hefur verið umfram áætlanir. Okkar skýra stefna, góða starfsfólk og sterku samstarfsaðilar hafa lagt grunn að áframhaldandi kröftugum vexti félagsins,” er haft eftir Helga Antoni. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira
Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Félagið hefur verið skráð á First North markað síðan 25. maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Helga Antoni Eiríkssyni, forstjóra Iceland Seafood International, að það sé rökrétt skref fyrir félagið sem hafi stækkað mikið síðustu árin að hefja undirbúning á skráningu félagsins á aðalmarkað. „Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins.“ Uppfærð afkomuspá Í tilkynningunni kemur einnig fram að uppfærð afkomuspá félagsins fyrir 2018 hafi verið gefin út í dag þar sem afkoman er betri en fyrri spá gerði ráð fyrir. Er hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta 2018 áætlaður 6,8-7,3 milljónir evra, samanborið við 6,1-6.6 milljónir evra í fyrri spá. Hagnaður af reglulegri starfsemi á heilsársgrunni fyrir skatta 2018 sé nú áætlaður 10,4-10,9 milljónir evra, samanborið við 9,6-10,6 milljónir evra í fyrri spá. „Áætlanir okkar um að styrkja starfsemi félagsins hafa gengið eftir á árinu. Við höfum fjárfest í fyrirtækjum í virðisaukandi starfsemi bæði á Írlandi og á Spáni en afkoma virðisaukandi eininga samstæðunnar hefur verið umfram áætlanir. Okkar skýra stefna, góða starfsfólk og sterku samstarfsaðilar hafa lagt grunn að áframhaldandi kröftugum vexti félagsins,” er haft eftir Helga Antoni.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira