Fleiri fréttir

Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla

Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð.

Tíu ár frá hruni: Þjóðnýtingin á Glitni sem aldrei varð að veruleika

Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð.

Tíu ár frá hruni: Lánuðu öllum Norðurlandaþjóðunum nema Íslandi

Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán.

LEX kaupir GH Sigurgeirsson

Fyrirtækið mun fá nafnið GH Sigurgeirsson Intellectual Property og verður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki LEX.

Uppsögnin hjá Arion nauðsynleg og frábær

Framkvæmdastjóri Karolina fund telur ólíklegt að hópfjármögnunarsíðan hefði litið dagsins ljós ef ekki hefði verið fyrir stuðning stjórnvalda sem hann þáði á árunum eftir hrun bankakerfisins.

Tíu ár frá komu Android-síma á markað

Stýrikerfi Google fyrir farsíma er orðið það vinsælasta í heiminum en fyrsti síminn með stýrikerfinu fékk dræmar viðtökur gagnrýnenda. Microsoft reyndi að taka slaginn við Google en mistókst. Margt hefur breyst á undanförnum áratug og framtíðin virðist björt.

Elon Musk kærður fyrir svik

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur kært Elon Musk, forstjóra bílaframleiðandans Tesla, fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði.

Rétti reksturinn við eftir tapár

Nordic Visitor náði skjótum viðsnúningi á rekstrinum eftir tap á síðasta ári. Eigandinn segir það hafa verið komið í of mörg verkefni með of lága framlegð. Þörf sé á samþjöppun og hagræðingu í ferðaþjónustunni.

ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku

Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri.

Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör

Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu.

Michael Kors kaupir Versace

Bandaríska hönnunarrisinn Michael Kors hefur keypt ítalska merkið Gianni Versace fyrir um 240 milljarða króna.

Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna

„Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air.

Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega

Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert.

Stofnendur Instagram hætta

Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu.

Rými í Leifsstöð verði boðin út

Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að Isavia ohf. og dótturfélag þess á Keflavíkurflugvelli hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í Leifsstöð.

Sjá næstu 50 fréttir