Viðskipti erlent

Michael Kors kaupir Versace

Atli Ísleifsson skrifar
Donatella Versace hefur stýrt Versace fá morðinu á bróður sínum Gianni árið 1997.
Donatella Versace hefur stýrt Versace fá morðinu á bróður sínum Gianni árið 1997. Vísir/EPA

Bandaríska hönnunarrisinn Michael Kors hefur keypt ítalska hönnunarhúsið Gianni Versace fyrir um 240 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að kaupverðið sé 1,83 milljarðar evra, eða 2,12 milljarðar Bandaríkjadala. Donatella Versace, sem stýrt hefur Versace fá morðinu á bróður sínum Gianni árið 1997, segir söluna mjög spennandi og muni auka veg Versace enn frekar. Hún mun áfram starfa innan fyrirtækisins.

Í frétt BBC  segir að margir hafi biðlað til Donatellu að hætta við söluna þar sem þeir óttist að gæði Versace-merkisins muni nú versna.

Michael Kors starfrækir um átta hundruð verslanir í heiminum og stendur nú til að fjölga verslunum Versace úr tvö hundruð í þrjú hundruð.

Versace hefur þar til nú verið einn af síðustu stóru og sjálfstæðu hönnunarhúsunum á markaði, þar sem flest önnur hafa verið hluti af stærri samsteypu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.