Viðskipti erlent

Michael Kors talinn ætla að kaupa Versace

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gianni og Donatella Versace árið 1996, árið áður en Gianni var myrtur í Miami.
Gianni og Donatella Versace árið 1996, árið áður en Gianni var myrtur í Miami. vísir/getty

Bandaríski fatarisinn Michael Kors er sagður vera í viðræðum um kaup á tískuvöruframleiðandanum Versace. Áætlað er að söluverðið muni nema um 2 milljörðum bandaríkjadala, um 220 milljörðum króna.

Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá sölunni í morgun en Versace og Blackstone, sem á 20 prósent hlut í ítalska fatarisanum, hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Versace fjölskyldan á ennþá 80 prósenta hlut í samnefndu fyrirtæki, sem stofnað var af Gianni Versace fyrir nákvæmlega 40 árum. Verði af sölunni yrðu þetta önnur risakaup Michael Kors á einu ári, en fyrirtækið keypti skóframleiðandann Jimmy Choo í fyrra fyrir um 900 milljónir dala.

Listrænn stjórnandi og varaforseti Versace, Donatella Versace, hefur boðið til starfsmannafundar í Mílanó á morgun, að sögn Corriere della Sera. Bróðir hennar, stofnandinn Gianni Versace, var myrtur árið 1997 í Miami.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.