Viðskipti erlent

Stofnendur Instagram hætta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kevin Systrom og Mike Krieger.
Kevin Systrom og Mike Krieger. Vísir/getty
Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þeir tilkynntu um ákvörðun sína í gær.Systrom og Krieger stofnuðu Instagram árið 2010. Samfélagsmiðlarisinn Facebook festi svo kaup á Instagram árið 2012 og greiddi einn milljarð Bandaríkjadala, um 110 milljarða króna, fyrir. Samruninn tók nokkuð á stjórnendur Instagram en samkvæmt frétt BBC  hefur andað köldu á milli Systrom og Krieger og Facebook.Systrom tilkynnti um ákvörðun sína í bloggfærslu í gær. Þar sagði hann þá félaga „tilbúna fyrir næsta kafla“ og að þeir hlökkuðu til að sjá hvað framtíð Instagram og Facebook bæri í skauti sér.Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, sagði í yfirlýsingu vegna málsins að hann hefði notið þess að vinna með Systrom og Krieger.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Ný viðbót á Instagram

Snjallforritið Instagram náði nýlega þeim áfanga að einn milljarður manna notar snjallforritið mánaðarlega. Þeir bættu nýlega við nýrri viðbót, Instagram sjónvarp (IGTV).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.