Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2018 08:00 Jón Ásgeir Jóhannesson mætir í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. Segja má að um dómsmálið endalausa sé að ræða en það er nú til meðferðar fyrir Landsrétti eftir að hafa flakkað á milli dómstiga undanfarin ár. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.Fréttablaðið/gvaSex milljarða lánveiting Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna. Mál þessara þriggja verða því tekin fyrir í Landsrétti í dag. Jón Ásgeir mun einn ákærðu gefa skýrslu í Landsrétti í dag. Héraðssaksóknari fór fram á að Jón Ásgeir gæfi skýrslu auk Pálma Haraldssonar sem fékk sex milljarða króna lánið. Verjendur Lárusar og Magnúsar töldu ekki ástæðu til að skjólstæðingar þeirra gæfu skýrslu. Í tilfelli Lárusar var fallið frá þeirri kröfu í gær. Reiknað er með því að skýrslutökum ljúki fyrir hádegi í dag og saksóknari flytji málið eftir hádegi. Á morgun verði svo ræður verjenda.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Sérstakur saksóknari í dómsal.Vísir/GVATaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður. Málið hefur nú verið tekið fyrir á öllum íslenskum dómstigum, þ.e. í héraði, Landsrétti og Hæstarétti.Uppfært klukkan 08:20Fyrirsögn var breytt og fréttinni sömuleiðis eftir að fréttastofa fékk upplýsingar um að Jón Ásgeir, einn ákærðu, myndi gefa skýrslu í dómsal. Aurum Holding málið Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. Segja má að um dómsmálið endalausa sé að ræða en það er nú til meðferðar fyrir Landsrétti eftir að hafa flakkað á milli dómstiga undanfarin ár. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.Fréttablaðið/gvaSex milljarða lánveiting Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna. Mál þessara þriggja verða því tekin fyrir í Landsrétti í dag. Jón Ásgeir mun einn ákærðu gefa skýrslu í Landsrétti í dag. Héraðssaksóknari fór fram á að Jón Ásgeir gæfi skýrslu auk Pálma Haraldssonar sem fékk sex milljarða króna lánið. Verjendur Lárusar og Magnúsar töldu ekki ástæðu til að skjólstæðingar þeirra gæfu skýrslu. Í tilfelli Lárusar var fallið frá þeirri kröfu í gær. Reiknað er með því að skýrslutökum ljúki fyrir hádegi í dag og saksóknari flytji málið eftir hádegi. Á morgun verði svo ræður verjenda.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Sérstakur saksóknari í dómsal.Vísir/GVATaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður. Málið hefur nú verið tekið fyrir á öllum íslenskum dómstigum, þ.e. í héraði, Landsrétti og Hæstarétti.Uppfært klukkan 08:20Fyrirsögn var breytt og fréttinni sömuleiðis eftir að fréttastofa fékk upplýsingar um að Jón Ásgeir, einn ákærðu, myndi gefa skýrslu í dómsal.
Aurum Holding málið Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira