Viðskipti innlent

Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Gunnlaugsdóttir.
Margrét Gunnlaugsdóttir. Mynd/Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. Hún gegndi áður stöðu forstöðumaður á rekstrarlausnasviði fyrirtækisins. 

Í tilkynningu frá Advania segir að Margrét leiði 42 manna teymi sem annist þróun, þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu á lausnunum. Lausnirnar séu tíma- og viðveruskráningakerfi, fræðslu- launa- og mannauðskerfin H3, Bakvörður og Eloomi.

„Margrét hóf störf hjá Advania í apríl sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði. Hún hefur nú tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna af Daða Friðrikssyni sem leiðir sölumál á nýju sviði ráðgjafar og sérlausna.

Margrét starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.