Viðskipti innlent

Advania keypti Wise fyrir 800 milljónir króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

Advania keypti fyrr í mánuðinum allt hlutafé í Wise fyrir 800 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu sem seljandinn, Akva Group, sendi norsku kauphöllinni. Nokkrir stjórnendur Wise eiga rétt á bónusgreiðslum upp á samanlagt 20 milljónir króna þegar kaupin ganga endanlega í gegn.

Advania mun greiða Akva 799 milljónir króna í reiðufé og þá hyggst Akva lána félaginu 250 milljónir króna. Kaupin bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins en gert er ráð fyrir að þau gangi í gegn á fjórða fjórðungi síðasta árs eða fyrsta fjórðungi næsta árs.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið tilkynnti um kaupin í byrjun mánaðarins en í tilkynningunni kom ekki fram hvert kaupverðið væri. Norræni fjárfestingabankinn Beringer Finance var ráðgjafi Akva Group í viðskiptunum.

Wise selur Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinn og hefur sérhæft sig í lausnum fyrir meðal annars sveitarfélög og sjávarútveg. Félagið hagnaðist um ríflega 94 milljónir króna á síðasta ári og var velta þess á sama tíma um 1.479 milljónir króna.

Leiðrétt: Í upphaflegu fréttinni stóð að hlutaféð hafi verið keypt á 1.050 milljónir króna. Reyndin er heildarvirði fyrirtækisins, hlutafé og skuldir, er um milljarður. Forsvarsmenn Advania bentu Fréttablaðinu á villuna.


Tengdar fréttir

Advania kaupir Wise

Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.