Viðskipti innlent

Hluthafar N1 samþykktu að takmarka kaupauka forstjóra við þrjá mánuði í stað sex

Birgir Olgeirsson skrifar
Vill stjórn félagsins með þessu skapa fordæmi í íslensku atvinnulífi með því að sýna hógværð í breytilegum launagreiðslum til æðstu stjórnenda.
Vill stjórn félagsins með þessu skapa fordæmi í íslensku atvinnulífi með því að sýna hógværð í breytilegum launagreiðslum til æðstu stjórnenda. Vísir/Vilhelm
Ný samkeppnisstefna, endurskoðuð starfskjarastefna og nýtt nafn var samþykkt á hluthafafundi N1 sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi í Kópavogi í dag.

Samþykkt var á fundinum að breyta nafni félagsins úr N1 í Festi hf. eftir kaup þess á Krónunni, Nóatúni, Elko, Festi fasteignum og Bakkanum vöruhóteli. Á fundinum var jafnframt samþykkt ný samkeppnisstefna sem byggir á sátt við Samkeppniseftirlitið og endurskoðuð kjarastefna var samþykkt.

Kjarastefnan gerir meðal annars ráð fyrir að hámarks kaupauki forstjóri geti orðið að hámarki 3 mánuðir í stað 6 mánaða áður, óheimilt sé að greiða umfram ráðningarsamning við uppsögn forstjóra og vill stjórn félagsins með þessu skapa fordæmi í íslensku atvinnulífi með því að sýna hógværð í breytilegum launagreiðslum til æðstu stjórnenda.

Á fundinum var jafnframt kjörin ný stjórn yfir Festi hf. Í stjórn voru kjörin þau:

  • Björgólfur Jóhannsson
  • Guðjón Karl Reynisson
  • Kristín Guðmundsdóttir
  • Margrét Guðmundsdóttir
  • Þórður Már Jóhannesson
Á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar fundarins var Margrét Guðmundsdóttir, endurkjörin sem formaður stjórnar og Þórður Már Jóhannesson kjörinn varaformaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×