Fleiri fréttir

Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin

Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari aðferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum.

Minni og meðalstór fyrirtæki geti örvað efnahagslífið

Félag atvinnurekenda (FA) hefur lagt fram tillögur til úrbóta á ýmsum sviðum sem leysa eiga úr læðingi vöxt í minni og meðalstórum fyrirtækjum. Formaður FA segist bjartsýnn á að hægt verði að koma málum í gang fyrir þinglok næsta vor.

Afkoma Haga fram úr vonum

Hagnaður Haga eftir skatta fyrir tímabilið mars til ágúst 2013 rúmlega 1,9 milljarðar króna, samkvæmt drögum að hálfsársuppgjöri.

Vilja kaupa Blackberry

Fyrirtækið sér fram á gríðarlegt tap og þarf að segja upp 4500 starfsmönnum á meðan vandræðaleg kaup á einkaþotu litu dagsins ljós.

Ræða samruna Eikar og Landfesta

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Arion banki hf., eigandi Landfesta ehf., hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan samruna Eikar og Landfesta.

Gas fannst á Svalbarða

Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi.

Viðskiptafræðideild HÍ og Hagstofan hefja samsstarf

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Hagstofa Íslands hafa undirritað samstarfssamning um að auka samstarf á sviði rannsókna. Nemendur í meistaranámi munu fá tækifæri til að vinna lokaverkefni sitt í samstarfi við Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu HÍ.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, ræðir við Þorbjörn Þórðarson um orku og auðlindamál.

118 milljarða tap hjá BlackBerry

Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna.

FME sektar HS Orku um 3,4 milljónir

Fjármálaeftirlitið hefur sektað HS Orku hf. um 3,4 milljónir króna vegna brots fyrirtækisins á 128. grein laga um verðbréfaviðskipti. Brotið felst í því að HS Orka skilaði ekki inn listum um fruminnherja og fjárhagslega tengda aðila til Fjármálaeftirlistins á tímabilinu 13. október 2012 til 1. júlí 2013.

Nýtt skip í flota Samskipa

Gengið var frá kaupum á skipinu, sem hefur fengið nafnið Samskip Akrafell, í byrjun mánaðarins.

Firmaheitið istore bannað

Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf.

Fjárfesta fyrir 2,1 milljarð

Icelandic Tourism Fund, nýr framtakssjóður í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í afþreyingu fyrir ferðamenn. Frekari fjárfestingar eru á teikniborðinu.

Rússar taka skip Greenpeace

Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi.

Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone

"Það er erfitt að segja hvenær sendingin lendir hér á landi en iPhone er fluttur eftir óhefðbundnum leiðum hingað til lands því Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone,“ segir Sigurður Helgi Ellertsson, starfsmaður í versluninni Macland.

Bland auglýsir eftir bílasala

Vefsíðan Bland auglýsti eftir löggildum bílasala um síðustu helgi til þess að annast umsýslu með bíla á vefnum.

Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur.

Tók yfir hlut Skúla í Securitas

Margrét Ásgeirsdóttir, fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen, hefur tekið yfir hlut hans í öryggisþjónustufyrirtækinu.

Risamarkaður handan við hornið

Í Evrópu veltir markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir um 30.000 milljörðum íslenskra króna. Tuttugasti hluti úr prósenti af þeim markaði skilar Íslandi 16 milljörðum. Sérfræðingur segir að Reykjavík geti komist í hóp tíu vinsælustu ráðstefnuborg

GTA 5 kostaði 32,6 milljarða króna

Tölvuleikir standa nú jafnfætis kvikmyndum, sjónvarpsefni og teiknimyndum í afþreyingariðnaði. Kostnaður við nýjasta Grand Theft Auto leikinn eru svipaður og við dýrustu kvikmyndir heims. Tekjumöguleikar eru aftur sagðir enn meiri. Halað var inn fyrir kostnaði í forsölunni einni.

Íslenskar útgerðir kaupa tvö norsk skip

Norska ríkisútvarpið (NRK) bendir á að 64 störf tapist á norsku landsbyggðinni við sölu tveggja skipa til Íslands. Nú síðast keypti Hraðfrystihús Hellissands línuveiðiskipið Polarbris. Áður keypti Samherji skipið Carisma Star sem nú heitir Anna AE.

Fjárlög marklítið plagg

Hagfræðideild Landsbankans segir stöðu ríkisfjármála vera mun verri en gefið hefur verið til kynna. Talsverður halli á rekstri ríkisins síðastliðin þrjú ár.

Sjá næstu 50 fréttir