Fleiri fréttir

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu er á uppleið að nýju eftir helgina. Verðið á Brent olíunni er að ná 112 dollurum á tunnuna og bandaríska léttolían er komin yfir 89 dollara á tunnuna. Fyrir helgina stóð tunnan af Brent olíunni í rúmum 110 dollurum.

Skaðabótamál gegn lögreglunni þingfest á morgun

Skaðabótamál bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar verður þingfest fyrir dómstóli í Lundúnum á morgun. Serious Fraud Office handtók bræðurna í tengslum við rannsókn á viðskiptum þeirra við Kaupþing banka, en þeir voru í hópi stærstu viðskiptavina bankans. Fréttavefur Telegraph segir að bræðurnir muni krefjast meira en 100 milljónum sterlingspunda, eða 20 milljarða íslenskra króna.

Dýrasti Legokubbur heimsins skiptir um eigenda

Mjög sjaldgæfur Legokubbur var nýlega seldur hjá Brick Envy í Flórída en sú verslun sérhæfir sig í sérstökum Legovörum. Þessi kubbur sem er af hefðbundinni stærð en úr 14 karata gulli var seldur á tæplega 15.000 dollara eða hátt í 2 milljónir króna.

Atvinnuleysi eykst áfram á evrusvæðinu

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast af miklum krafti. Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópu, mældist atvinnuleysið í október 11,7%.

Framleiðendur Bond bílsins á leið í þrot

Matafyrirtækið Moody´s er að íhuga að lækka enn frekar lánshæfiseinkunn Aston Martin bílaframleiðendans sem einkum er þekktur fyrir sportbílana sem notaðir eru í James Bond myndunum þar á meðal þeirri síðustu, Skyfall.

Bandidos gullkeðjur seldar á uppboði

Bandidos hálskeðjur úr gulli verða selda hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn eftir rúma viku. Um er að ræða þrjár gullkeðjur úr 14 karata gulli og eru tvær þeirra skreyttar demöntum.

Már bendir á alvarlegan galla í bankasamstarfi ESB

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur bent á það sem hann telur alvarlegan galla í hugmyndum Evrópusambandsins um nánara bankasamstarf milli landanna innan evrusvæðisins, m.a. með sameiginlegu fjármálaeftirliti á vegum seðlabanka Evrópu.

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar í Danmörku

Gjaldþrotum fyrirtækja fer fækkandi í Danmörku þótt efnahagslífið í landinu sé enn ekki að ná sér á strik eftir fjármálakreppuna sem hófst árið 2008.

Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi

Nærri 80.000 einstaklingar á Íslandi áttu ekki krónu inni á bankareikningum sínum í árslok á síðasta ári. Tæplega 7.000 manns áttu hinsvegar 252 milljarða kr. á sínum reikningum en sú upphæð nemur tæplega helmingi af öllum innistæðunum.

Sömdu við Elkem Ísland um vatnsveitumál

Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf. sem er að hálfu í eigu Hvalfjarðarsveitar og að hálfu í eigu Faxaflóahafna hefur samið við Elkem Ísland um samstarf í vatnsveitumálum fyrir Grundartangasvæðið og íbúðabyggðina í Melahverfinu og nágrenni.

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn ESM

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkaði lánshæfiseinkunn Stöðugleikasjóðs evrusvæðisins (ESM) úr toppeinkunninni niður í AA1 með neikvæðum horfum.

Hækka gjaldskrána vegna framkvæmda

Landsnet vísar því á bug að gjaldskrárhækkun brjóti í bága við lög. Hækkunin haldi ekki í við verðlagsþróun. Eigið fé fyrirtækisins er 18 prósent og þarf að styrkja það til að hægt sé að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir sem séu fyrirhugaðar.

Fjölgar um tæplega þrefaldan íbúafjölda Norðurlanda á ári

Því er spáð að íbúa heimsins verði 9,6 milljarðar árið 2060, þar af verði 1,7 milljarður manna búsettur í Indlandi, sem þá verður langsamlega fjölmennasta ríki heimsins. Meðaltalsfjölgun íbúa á jörðinni nemur því 68,4 milljónum manna á hverju ári næstu 38 árin, eða sem nemur tæplega þreföldum íbúafjölda Norðurlandanna (Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Ísland, Fæeyjar, Frænland), en heildaríbúafjöldi þar er nú um 25,7 milljónir íbúa.

Enn hækkar áfengið

Ítarlegar skattahækkanir voru kynntar í nýju viðbótarfrumvarpi við fjárlögin á Alþingi í dag.

Lánasamningurinn undirritaður

Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf.

Hægir á í stærsta hagkerfi Suður-Ameríku

Hagvöxtur í brasilíska hagkerfinu mældist 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi sem var mun minna en búist hafði verið við, að því er segir í frétt á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar eru sagðar hafa komið fjárfestum og stjórnvöldum í Brasilíu mjög á óvart, og segir greinandi hjá bankanum BES Investimento að tölurnar séu "hræðilegar“ og hljóti að hreyfa við stjórnvöldum, og jafnvel kalla á aðgerðir að hálfu þeirra til þess að örva hagkerfið.

Alls óvíst hvenær nauðasamningar ganga í gegn

Kaupþing treystir sér ekki til þess að segja til um það hvenær hægt verður að leggja fram frumvarp að nauðasamningi. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að leggja slíkt frumvarp fram þarf Seðlabanki Íslands að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli gjaldeyrislaga.

Gengi bréfa Össurar hækkar um 1,37 prósent

Gengi bréfa Össurar hefur hækkað um 1,37 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 184,5. Þá hefur gengi brefa fasteignafélagsins Regins hækkað um 0,55 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 10,95. Gengi bréfa Haga hefur hækkað um 0,47 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,55. Gengi bréfa Icelandair hefur síðan hækkað um 0,26 prósent og er það nú 7,68.

Segir niðurstöðu FME vonbrigði og boðar til blaðmannafundar

"Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) á athugun sem eftirlitið gerði í kjölfar kæru minnar á meðferð skuldamála BM VALLÁ hf. hjá Arionbanka“ segir Víglundur Þorsteinsson í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla fyrir skömmu vegna niðurstöðu FME um að engin aftökulisti væri til.

Rekstrarhagnaður Stork eykst umtalsvert milli ára

Rekstrahagnaður (EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði) Stork Technical Services (STS), þar sem íslenska fjárfestingafélagið Eyrir Invest á 17 prósent eignarhlut, hækkaði um 15,6 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA-hagnaðurinn nam 27,2 milljónum evra, eða sem nemur ríflega 4,4 milljörðum króna, en á sama tímabili í fyrra nam EBITDA-hagnaðurinn 23,6 milljónum evra, eða 3,8 milljörðum króna.

Dauðalistinn ekki til

Fjármálaeftilitið gerir ekki athugasemdir við það hvernig Arion banki háttaði tilraunum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B.M. Vallá hf. Þetta segir Fjármálaeftirlitið í gagnsæisathugun sem gerð var vegna athugasemda Víglundar Þorsteinssonar, fyrrverandi forstjóra B.M. Vallár.

Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um tæpa 35 milljarða

Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi ársins var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 124,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi í fyrra á gengi hvors árs.

Vöruskiptin hagstæð um rúma 15 milljarða í október

Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 63,3 milljarða króna og inn fyrir 48 milljarða króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 15,2 milljarða króna. Í október í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða króna á sama gengi.

Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis

Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum.

Óskýr skilaboð frá stjórn Íbúðalánasjóðs

Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá Íbúðalánasjóði um að hætta útgáfu skuldabréfa í núverandi flokkum húsnæðisbréfa (HHF). Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn sjóðsins.

Mælir gegn kaupum í útboði Vodafone

IFS greining telur að fjárfestar sem hugsa til lengri tíma eigi að halda að sér höndum í útboði á hlutabréfum í Vodafone sem fram fer þann 3. desember næstkomandi.

Sjóðir eiga um helming krafna

Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauðasamningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meirihluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki.

Hagnaður Eimskips tæplega milljarður

Eimskip skilaði tæplega milljarðs króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi ársins en rekstrartekjur félagsins námu tæpum 18 milljörðum króna á tímabilinu.

Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum.

Gengi bréfa Regins hækkaði mest

Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mest í kauphöll Íslands í dag, en gengið er nú 10,89. Við skráningu félagsins á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. Gengi bréfa Eimskipafélagsins er nú 225 það hækkaði um 0,67 prósent í dag. Skráningargengi félagsins var 208.

Sjá næstu 50 fréttir