Viðskipti innlent

Nauðsamningur Kaupþings næst ekki fyrir áramót

Slitastjórn Kaupþings segir að hún muni ekki ná því að ljúka nauðungasamningi sínum fyrir áramótin og hefur málinu því verið frestað fram á næsta ár.

Í tilkynningu frá slitastjórninni segir að áður en unnt sé að leggja fram fumvarp um nauðsamninginn þurfi Seðlabankinn að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli laga um gjaldeyrismál. Kaupþing hefur óskað eftir slíku samþykki en þar sem svar hefur ekki borist.

Í ljósi þess að óvissa ríkir um það hvenær erindi Kaupþings til Seðlabanka Íslands verður svarað er ekki mögulegt að birta nýja tímaáætlun vegna fyrirhugaðs nauðasamnings.

Kaupþing mun kappkosta að vinna náið með Seðlabanka Íslands í tengslum við þau álitamál sem upp kunna að koma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×