Viðskipti innlent

Skaðabótamál gegn lögreglunni þingfest á morgun

Skaðabótamál bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar verður þingfest fyrir dómstóli í Lundúnum á morgun. Serious Fraud Office handtók bræðurna í tengslum við rannsókn á viðskiptum þeirra við Kaupþing banka, en þeir voru í hópi stærstu viðskiptavina bankans. Síðar kom í ljós að gríðalega miklir ágallar voru á rannsókn Serious Fraud Office. Fréttavefur Telegraph segir að bræðurnir muni krefjast meira en 100 milljóna sterlingspunda, eða 20 milljarða íslenskra króna í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×