Fleiri fréttir Lambatyppi og lungu eru orðin útflutningsvara Sífellt fleiri aukaafurðir úr sauðfjárslátrun hérlendis eru orðnar að útflutningsvörum. Í haust bættust lambatyppi og lungu við þessa flóru í fyrsta sinn. 13.11.2012 11:03 Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13.11.2012 09:47 Klámmyndaframleiðendur vilja yfirgefa Los Angeles Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles eru nú að íhuga að flytja starfsemi sína úr borginni. Ástæðan er sú að borgarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að héðan í frá yrði það skylda að karlleikarar í klámmyndum notuðu smokka. 13.11.2012 09:20 SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. 13.11.2012 09:00 Panamaflækjur afhjúpast ekki strax "Það eru nokkur mál á borðinu hjá okkur sem eru með þræði til Panama, þannig að þetta gæti skipt máli,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um nýundirritaðan upplýsingaskiptasamning við Panama sem fjármálaráðuneytið kynnti í gær. 13.11.2012 09:00 Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. 13.11.2012 06:22 Vikuveltan á fasteignamarkaði borgarinnar 3,9 milljarðar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 108. Þar af voru 73 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 13.11.2012 06:19 Áfram töluverð aukning í kortaveltunni milli ára Heildarvelta debetkorta í október s.l. var tæplega 34 milljarðar kr. sem er 7,9% aukning miðað við sama mánuð árið áður en 9,4% aukning miðað við fyrri mánuð. 13.11.2012 06:16 Lítt menntað fólk tekur fleiri veikindadaga en hámenntaðir Ný úttekt í Danmörku sýnir að fólk með litla menntun tekur mun fleiri veikindadaga frá vinnu sinni en þeir hámenntuðu. 13.11.2012 06:14 Endurútreikningar á bílalánum: Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund 12.11.2012 20:26 Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda. 12.11.2012 19:42 Neitar ásökunum um mörg hundruð milljóna fjármagnsflutninga Jón Þorsteinn Jónsson segir það rangt sem fram kemur í DV í dag að hann hafi "flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta." 12.11.2012 16:18 Fólkið fái sjálft að kjósa stjórnir lífeyrissjóðanna. Pétur Blöndal er þessa dagana að leggja lokahönd á frumvarp þess efnis að sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum geti sjálfir kosið stjórnir sjóðanna. Hann segir að frumvarpið sé eitt mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Pétur hefur áður lagt frumvarpið fram á fyrri þingum en það hefur ekki verið afgreitt. Pétur bendir á að hver fjölskylda eigi að meðaltali 17 milljónir í lífeyrissjóðum. 12.11.2012 16:10 LSR keypti fyrir rúman milljarð í Icelandair Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti 3% hlut Framtakssjóðsins í Icelandair Group í morgun fyrir 1140 milljónir. Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóðurinn rúmlega 12% hlut í Icelandair. 12.11.2012 15:29 Frábær þjónusta og gott vöruúrval hjá uppboðshús.is Nú gefst Íslendingum kostur á að selja notaðar og nýjar vörur gegnum uppboðsvefinn uppboðshús.is. Kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsi fyrirtækisins áður en tilboð er lagt inn. Fyrirtækið sér um allt söluferlið fyrir seljendur varanna. 12.11.2012 15:00 Opnaðu vefverslun á örfáum mínútum Ungt íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki er að breyta því hvernig fyrirtæki geta látið að sér kveða í vefverslun. 12.11.2012 15:00 Stóra tilboðshelgin fram undan Þakkargjörðarhátíðin nálgast en þá helgi, 23.-26. nóvember, eru stóru tilboðsdagarnir í Bandaríkjunum Black Friday og Cyber Monday. Stóru verslanirnar Walmart, Amazon, Target og fleiri eru byrjaðar að telja niður og birta nú á hverjum degi upplýsingar. 12.11.2012 15:00 Sex leiðir til að tryggja betri sölu Æ fleiri neytendur og kaupmenn uppgötva kosti netverslunar. Á heimsvísu er áætlað að netverslun muni meira en tvöfaldast milli áranna 2012 og 2013. Vefsíðufyrirtækið Allra átta sérhannar vefsíður netverslana sem styrkja ímynd þeirra og hvetja til versluna 12.11.2012 15:00 Viðbrögðin verða ljós á næstunni Bankastjóri Landsbankans segir að það muni skýrast á næstu dögum hvernig bankinn muni bregðast við dómi héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku um að óheimilt sé að endurreikna vexti gengistryggðs bílaláns afturvirkt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að bankanum væri óheimilt að reikna afturvirka vexti á gengistryggðu láni í samræmi við hins svokölluðu Árna Páls lög. 12.11.2012 13:31 Greining spáir 25 punkta hækkun Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 14. nóvember næstkomandi. Meginforsenda hækkunarinnar mun vera dekkri verðbólguhorfur í ljósi þróunar gengis krónunnar undanfarið. Á móti vegur að heldur hægir nú á vexti innlendrar eftirspurnar og að verðbólguþróunin undanfarið hefur verið öllu hagfelldari en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans, sem er frá því í ágúst síðastliðnum. 12.11.2012 12:44 Hæstiréttur hafnaði kröfu Gunnars Hæstiréttur Íslands hafnaði á föstudag kröfu Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að aflað yrði gagna um viðskipti Bogmannsins, félags Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Málið tengist ákæru á hendur Gunnari fyrir brot á þagnarskyldu í starfi, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um þessar mundir. Hann er grunaður um að hafa haft milligöngu um það að gögnum um fyrirtæki Guðlaugs yrði lekið úr Landsbankanum í DV. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu Gunnars. 12.11.2012 11:42 Framtakssjóðurinn seldi fyrir 2,7 milljarða Framtakssjóður Íslands hefur selt sjö prósenta hlut í Icelandair fyrir 2,7 milljarða króna, en hann á eftir söluna ríflega tólf prósent hlut í félaginu. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað mikið eftir að rekstur þess var endurskipulagður og það skráð á markað á nýjan leik. 12.11.2012 10:28 Spáir hækkun stýrivaxta í vikunni Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 14. nóvember næstkomandi. 12.11.2012 10:24 Jón Þorsteinn flutti hundruð milljóna úr landi Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta. Frá þessu greint í DV í dag. 12.11.2012 09:29 Útlánasafn Arion banka ekki ofmetið að mati FME Niðurstöður vettvangskönnunnar Fjármálaeftirlitsins (FME) á útlánasafni Arion banka fyrr í ár eru að bókfært virði safnsins sé ekki ofmetið. 12.11.2012 09:19 SAS rekur 800 manns og lækkar laun um 15% SAS flugfélagið hefur ákveðið að reka 800 starfsmenn til að byrja með og lækka laun almennt um 15%. Til lengri tíma á að fækka starfsmönnum SAS úr 15.000 og niður í 9.000. 12.11.2012 08:26 Landinn eyðir 43.000 krónum að meðaltali til jólagjafa Áætlað er að jólaverslunin aukist um 7% frá síðasta ári. Leiðrétt fyrir verðhækkunum má ætla að hækkunin nemi um 2,5% að raunvirði. 12.11.2012 07:22 Einstaklingar að baki langmestu af fasteignaviðskiptum í borginni Í nýrri úttekt Þjóðskrár Íslands kemur fram að langmest af viðskiptum á fasteignamarkaðinum eru á milli einstaklinga. 12.11.2012 06:48 Ríkisstofnanir skulda rúma 20 milljarða Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum. 12.11.2012 06:38 Starfsmönnum SAS settir úrslitakostir, launalækkun eða atvinnumissir Öllum starfsmönnum SAS flugfélagsins hafa verið settir þeir úrslitakostir að annaðhvort taki þeir á sig umfangsmiklar launalækkanir og aukin vinnutíma eða missi vinnu sína. 12.11.2012 06:29 Verð á gulli hækkar Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ). 11.11.2012 23:09 SAS næstum gjaldþrota í gær - þúsundir gætu orðið strandaglópar Orðrómur er um að Scandinavian Airlines (SAS) hafi verið nálægt því að hafa orðið gjaldþrota í gærkvöldi samkvæmt sænska fréttamiðlinum Expressen.se og flug.is greinir frá á vefsíðu sinni. 11.11.2012 15:42 Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. 9.11.2012 18:30 Iceland Foods eignast hlut í Iceland á Íslandi Iceland Foods Limited, félag í eigu Malcolms Walker, hefur keypt 37% hlut í Ísland-Verslun ehf, sem rekur Iceland verslunina á Íslandi. Hin 63% verða áfram í eigu Jóhannesar Jónssonar. Paul Foley mun taka sæti í stjórn Ísland-Verslun fyrir hönd Iceland Foods International. 9.11.2012 17:28 Rúmlega 20 milljarða skuldir ríkisstofnana Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum. Eftirliti ráðuneyta með skuldamálum stofnana er mjög ábótavant, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni hvetur stofnunin fjármála- og efnahagsráðuneytið til að stuðla að því að úr þessu verði bætt. 9.11.2012 14:57 HSÍ hafði betur gegn Kaupþingi Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í morgun að tólf milljóna króna krafa sem Handknattleikssamband Íslands gerði í þrotabú Kaupþings yrði viðurkennd sem almenn krafa. Þá var jafnframt viðurkennt að Hanknattleikssambandið mætti skuldajafna þeirri kröfu við kröfu sem Kaupþing átti á Handknattleikssambandið vegna yfirdráttarskuldar. 9.11.2012 11:17 Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. 9.11.2012 09:44 Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu "Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. "Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar,“ segir hann. 9.11.2012 09:38 Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. 9.11.2012 07:19 Metvelta á íbúðamarkaðinum í borginni Metvelta var á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í október, en samtals var 552 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og er þetta mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007. 9.11.2012 07:09 Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. 9.11.2012 07:06 Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. 9.11.2012 07:04 Liv fékk markaðsverðlaunin Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær. 9.11.2012 07:00 Fullnaðarsigur fyrir rétti í Dubai Stjórnarformaður íslenska snekkjusmíðafyrirtækisins Scandic International var í gær sýknaður af ákærum í máli á hendur honum sem höfðað var í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 9.11.2012 06:00 Vandamálin eru þegar farin að hrannast upp Vandamálin á fasteignamarkaði eru farin að hrannast upp, segir forseti Alþýðusambands Íslands, en hann segir mörg dæmi þess að ungt fólk hafi hvorki efni á því að leigja húsnæði né kaupa. 8.11.2012 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lambatyppi og lungu eru orðin útflutningsvara Sífellt fleiri aukaafurðir úr sauðfjárslátrun hérlendis eru orðnar að útflutningsvörum. Í haust bættust lambatyppi og lungu við þessa flóru í fyrsta sinn. 13.11.2012 11:03
Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“ Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum. 13.11.2012 09:47
Klámmyndaframleiðendur vilja yfirgefa Los Angeles Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles eru nú að íhuga að flytja starfsemi sína úr borginni. Ástæðan er sú að borgarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að héðan í frá yrði það skylda að karlleikarar í klámmyndum notuðu smokka. 13.11.2012 09:20
SAS fækkar starfsmönnum um 40% Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. 13.11.2012 09:00
Panamaflækjur afhjúpast ekki strax "Það eru nokkur mál á borðinu hjá okkur sem eru með þræði til Panama, þannig að þetta gæti skipt máli,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um nýundirritaðan upplýsingaskiptasamning við Panama sem fjármálaráðuneytið kynnti í gær. 13.11.2012 09:00
Spænskir bankar hætta að bera fólk út af heimilum sínum Spænskir bankar hafa ákveðið að hætta við að bera fólk út af heimilum sínum eftir að viðkomandi hefur tapað fasteign sinni í hendur banka á nauðungaruppboði. Mun þetta sjálfskipaða bann við útburði fólks af heimilum sínum á Spáni gilda næstu tvö árin. 13.11.2012 06:22
Vikuveltan á fasteignamarkaði borgarinnar 3,9 milljarðar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 108. Þar af voru 73 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. 13.11.2012 06:19
Áfram töluverð aukning í kortaveltunni milli ára Heildarvelta debetkorta í október s.l. var tæplega 34 milljarðar kr. sem er 7,9% aukning miðað við sama mánuð árið áður en 9,4% aukning miðað við fyrri mánuð. 13.11.2012 06:16
Lítt menntað fólk tekur fleiri veikindadaga en hámenntaðir Ný úttekt í Danmörku sýnir að fólk með litla menntun tekur mun fleiri veikindadaga frá vinnu sinni en þeir hámenntuðu. 13.11.2012 06:14
Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda. 12.11.2012 19:42
Neitar ásökunum um mörg hundruð milljóna fjármagnsflutninga Jón Þorsteinn Jónsson segir það rangt sem fram kemur í DV í dag að hann hafi "flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta." 12.11.2012 16:18
Fólkið fái sjálft að kjósa stjórnir lífeyrissjóðanna. Pétur Blöndal er þessa dagana að leggja lokahönd á frumvarp þess efnis að sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum geti sjálfir kosið stjórnir sjóðanna. Hann segir að frumvarpið sé eitt mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Pétur hefur áður lagt frumvarpið fram á fyrri þingum en það hefur ekki verið afgreitt. Pétur bendir á að hver fjölskylda eigi að meðaltali 17 milljónir í lífeyrissjóðum. 12.11.2012 16:10
LSR keypti fyrir rúman milljarð í Icelandair Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti 3% hlut Framtakssjóðsins í Icelandair Group í morgun fyrir 1140 milljónir. Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóðurinn rúmlega 12% hlut í Icelandair. 12.11.2012 15:29
Frábær þjónusta og gott vöruúrval hjá uppboðshús.is Nú gefst Íslendingum kostur á að selja notaðar og nýjar vörur gegnum uppboðsvefinn uppboðshús.is. Kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsi fyrirtækisins áður en tilboð er lagt inn. Fyrirtækið sér um allt söluferlið fyrir seljendur varanna. 12.11.2012 15:00
Opnaðu vefverslun á örfáum mínútum Ungt íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki er að breyta því hvernig fyrirtæki geta látið að sér kveða í vefverslun. 12.11.2012 15:00
Stóra tilboðshelgin fram undan Þakkargjörðarhátíðin nálgast en þá helgi, 23.-26. nóvember, eru stóru tilboðsdagarnir í Bandaríkjunum Black Friday og Cyber Monday. Stóru verslanirnar Walmart, Amazon, Target og fleiri eru byrjaðar að telja niður og birta nú á hverjum degi upplýsingar. 12.11.2012 15:00
Sex leiðir til að tryggja betri sölu Æ fleiri neytendur og kaupmenn uppgötva kosti netverslunar. Á heimsvísu er áætlað að netverslun muni meira en tvöfaldast milli áranna 2012 og 2013. Vefsíðufyrirtækið Allra átta sérhannar vefsíður netverslana sem styrkja ímynd þeirra og hvetja til versluna 12.11.2012 15:00
Viðbrögðin verða ljós á næstunni Bankastjóri Landsbankans segir að það muni skýrast á næstu dögum hvernig bankinn muni bregðast við dómi héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku um að óheimilt sé að endurreikna vexti gengistryggðs bílaláns afturvirkt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að bankanum væri óheimilt að reikna afturvirka vexti á gengistryggðu láni í samræmi við hins svokölluðu Árna Páls lög. 12.11.2012 13:31
Greining spáir 25 punkta hækkun Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 14. nóvember næstkomandi. Meginforsenda hækkunarinnar mun vera dekkri verðbólguhorfur í ljósi þróunar gengis krónunnar undanfarið. Á móti vegur að heldur hægir nú á vexti innlendrar eftirspurnar og að verðbólguþróunin undanfarið hefur verið öllu hagfelldari en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans, sem er frá því í ágúst síðastliðnum. 12.11.2012 12:44
Hæstiréttur hafnaði kröfu Gunnars Hæstiréttur Íslands hafnaði á föstudag kröfu Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, um að aflað yrði gagna um viðskipti Bogmannsins, félags Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Málið tengist ákæru á hendur Gunnari fyrir brot á þagnarskyldu í starfi, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um þessar mundir. Hann er grunaður um að hafa haft milligöngu um það að gögnum um fyrirtæki Guðlaugs yrði lekið úr Landsbankanum í DV. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu Gunnars. 12.11.2012 11:42
Framtakssjóðurinn seldi fyrir 2,7 milljarða Framtakssjóður Íslands hefur selt sjö prósenta hlut í Icelandair fyrir 2,7 milljarða króna, en hann á eftir söluna ríflega tólf prósent hlut í félaginu. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað mikið eftir að rekstur þess var endurskipulagður og það skráð á markað á nýjan leik. 12.11.2012 10:28
Spáir hækkun stýrivaxta í vikunni Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 14. nóvember næstkomandi. 12.11.2012 10:24
Jón Þorsteinn flutti hundruð milljóna úr landi Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta. Frá þessu greint í DV í dag. 12.11.2012 09:29
Útlánasafn Arion banka ekki ofmetið að mati FME Niðurstöður vettvangskönnunnar Fjármálaeftirlitsins (FME) á útlánasafni Arion banka fyrr í ár eru að bókfært virði safnsins sé ekki ofmetið. 12.11.2012 09:19
SAS rekur 800 manns og lækkar laun um 15% SAS flugfélagið hefur ákveðið að reka 800 starfsmenn til að byrja með og lækka laun almennt um 15%. Til lengri tíma á að fækka starfsmönnum SAS úr 15.000 og niður í 9.000. 12.11.2012 08:26
Landinn eyðir 43.000 krónum að meðaltali til jólagjafa Áætlað er að jólaverslunin aukist um 7% frá síðasta ári. Leiðrétt fyrir verðhækkunum má ætla að hækkunin nemi um 2,5% að raunvirði. 12.11.2012 07:22
Einstaklingar að baki langmestu af fasteignaviðskiptum í borginni Í nýrri úttekt Þjóðskrár Íslands kemur fram að langmest af viðskiptum á fasteignamarkaðinum eru á milli einstaklinga. 12.11.2012 06:48
Ríkisstofnanir skulda rúma 20 milljarða Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum. 12.11.2012 06:38
Starfsmönnum SAS settir úrslitakostir, launalækkun eða atvinnumissir Öllum starfsmönnum SAS flugfélagsins hafa verið settir þeir úrslitakostir að annaðhvort taki þeir á sig umfangsmiklar launalækkanir og aukin vinnutíma eða missi vinnu sína. 12.11.2012 06:29
Verð á gulli hækkar Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ). 11.11.2012 23:09
SAS næstum gjaldþrota í gær - þúsundir gætu orðið strandaglópar Orðrómur er um að Scandinavian Airlines (SAS) hafi verið nálægt því að hafa orðið gjaldþrota í gærkvöldi samkvæmt sænska fréttamiðlinum Expressen.se og flug.is greinir frá á vefsíðu sinni. 11.11.2012 15:42
Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. 9.11.2012 18:30
Iceland Foods eignast hlut í Iceland á Íslandi Iceland Foods Limited, félag í eigu Malcolms Walker, hefur keypt 37% hlut í Ísland-Verslun ehf, sem rekur Iceland verslunina á Íslandi. Hin 63% verða áfram í eigu Jóhannesar Jónssonar. Paul Foley mun taka sæti í stjórn Ísland-Verslun fyrir hönd Iceland Foods International. 9.11.2012 17:28
Rúmlega 20 milljarða skuldir ríkisstofnana Heildarskuldir ríkisstofnana námu rúmum 20 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 45% á fjórum árum. Eftirliti ráðuneyta með skuldamálum stofnana er mjög ábótavant, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni hvetur stofnunin fjármála- og efnahagsráðuneytið til að stuðla að því að úr þessu verði bætt. 9.11.2012 14:57
HSÍ hafði betur gegn Kaupþingi Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í morgun að tólf milljóna króna krafa sem Handknattleikssamband Íslands gerði í þrotabú Kaupþings yrði viðurkennd sem almenn krafa. Þá var jafnframt viðurkennt að Hanknattleikssambandið mætti skuldajafna þeirri kröfu við kröfu sem Kaupþing átti á Handknattleikssambandið vegna yfirdráttarskuldar. 9.11.2012 11:17
Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. 9.11.2012 09:44
Vilmundur ómyrkur í máli: Aflið sogað úr atvinnulífinu "Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að sífelldar breytingar á sköttum komi illa við fyrirtækin og kalli stöðugt fram viðbrögð. "Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar,“ segir hann. 9.11.2012 09:38
Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara. 9.11.2012 07:19
Metvelta á íbúðamarkaðinum í borginni Metvelta var á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í október, en samtals var 552 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og er þetta mesti fjöldi samninga sem sést hefur síðan í desember 2007. 9.11.2012 07:09
Salan dregst saman hjá McDonalds í fyrsta sinn síðan 2003 Salan hjá hamborgarakeðjunni McDonalds dróst saman um 1,8% í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 að salan hjá McDonalds minnkar milli mánaða. 9.11.2012 07:06
Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið. 9.11.2012 07:04
Liv fékk markaðsverðlaunin Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, og Marel voru verðlaunuð sem markaðsmaður og markaðsfyrirtæki ársins á Markaðsverðlaunum ÍMARK í gær. 9.11.2012 07:00
Fullnaðarsigur fyrir rétti í Dubai Stjórnarformaður íslenska snekkjusmíðafyrirtækisins Scandic International var í gær sýknaður af ákærum í máli á hendur honum sem höfðað var í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 9.11.2012 06:00
Vandamálin eru þegar farin að hrannast upp Vandamálin á fasteignamarkaði eru farin að hrannast upp, segir forseti Alþýðusambands Íslands, en hann segir mörg dæmi þess að ungt fólk hafi hvorki efni á því að leigja húsnæði né kaupa. 8.11.2012 19:00